Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, hefur verið skipuð forstjóri stofnunarinnar til áramóta.

Þann 1. janúar 2025 tekur ný Umhverfis- og orkustofnun til starfa og er hluti af sameiningarferli stofnana í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Sigrún Ágústsdóttir, sem var forstjóri Umhverfisstofnunar, tók við forstjórastöðu nýrrar Náttúruverndarstofnunar 1. október.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Auður sé alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt, með áherslu á alþjóðleg umhverfismál, auðlindanýtingu og sjálfbæra þróun. Hún hafi starfað sem sviðsstjóri á Umhverfisstofnun frá árinu 2023.

Ný Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Hún fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar.

Megintilgangur hennar verður að stuðla að því að markmið stjórnvalda í loftslagsmálum gangi eftir, auk þess að leggja áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu auðlinda með náttúruvernd og lágmörkuð umhverfisáhrif að leiðarljósi.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f