Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, hefur verið skipuð forstjóri stofnunarinnar til áramóta.

Þann 1. janúar 2025 tekur ný Umhverfis- og orkustofnun til starfa og er hluti af sameiningarferli stofnana í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Sigrún Ágústsdóttir, sem var forstjóri Umhverfisstofnunar, tók við forstjórastöðu nýrrar Náttúruverndarstofnunar 1. október.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Auður sé alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt, með áherslu á alþjóðleg umhverfismál, auðlindanýtingu og sjálfbæra þróun. Hún hafi starfað sem sviðsstjóri á Umhverfisstofnun frá árinu 2023.

Ný Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Hún fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar.

Megintilgangur hennar verður að stuðla að því að markmið stjórnvalda í loftslagsmálum gangi eftir, auk þess að leggja áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu auðlinda með náttúruvernd og lágmörkuð umhverfisáhrif að leiðarljósi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...