Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kostir plöntulýsingar af þessu tagi eru augljós. Þær binda kolefni og umbreyta koltvísýringi í súrefni og eftir að þær drepast brotna þær niður og breytast í jarðveg og næringarefni, öðrum plöntum til hagsbóta.
Kostir plöntulýsingar af þessu tagi eru augljós. Þær binda kolefni og umbreyta koltvísýringi í súrefni og eftir að þær drepast brotna þær niður og breytast í jarðveg og næringarefni, öðrum plöntum til hagsbóta.
Fréttir 19. janúar 2018

Verði ljós

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plöntur sem gefa frá sér ljós gefa hugtakinu ljóstillífun nýja merkingu. Hópur vísindamanna við MIT-háskóla í Bandaríkjunum hefur gert tilraunir með og fundið leið til að láta plöntur gefa frá sér ljós.

Þrátt fyrir að tilraunirnar séu enn á frumstigi eru bundnar miklar vonir við að einn daginn muni pottaplöntur lýsa upp heimili okkar og tré og runnar götur og torg.

Kostir plöntulýsingar af þessu tagi eru augljós. Þær binda kolefni og umbreyta koltvísýringi í súrefni og eftir að þær drepast brotna þær niður og breytast í jarðveg og næringarefni, öðrum plöntum til hagsbóta.

Sjálflýsandi tóbaksplanta

Tilraunir MIT-manna eru ekki þær fyrstu til að gera plöntur sjálflýsandi. Árið 2010 tókst plöntuerfðaverkfræðingi að búa til sjálflýsandi tóbaksplöntu. Ekki tókst að markaðssetja plöntuna vegna vandræða við að fjöldaframleiða hana og ágreinings um hvort genabreyting hennar væri hættulaus.

Aðferðin til að fá plöntur til að lýsa sig og umhverfi sitt upp er að þessu sinni öðruvísi. Í stað þess að eiga við gen plantnanna er fiktað við nanóeindir í þeim sem hver fyrir sig ber í sér möguleika til að valda efnabreytingum í sykrum í plöntufrumum og framkalla ljós.

Kál og klettasalat sem ljósgjafar

Með nanótækninni hefur tekist að fá vatnakarsa, káljurtir, spínat og klettasalat til að gefa frá sér ljós. Birtan sem plönturnar gefa frá sér er að vísu enn sem komið er takmarkað og dauft, eins og náttljós sem stundum er haft í barnaherbergjum, en um leið og efnabreytingarnar í plöntunum byrja getur ljósið enst í allt að þrjár og hálfa klukkustund. Ekkert er þó talið því til fyrirstöðu að áður en langt er um liðið verði bæði hægt að auka birtustigið og lengja birtutímann.

Einnig er talið að hægt verði að stilla efnabreytingarnar í plöntunum þannig að ekki kvikni á þeim fyrr en birtustigið umhverfis þær hefur minnkað ákveðið.

Lesið við plöntuljós

Gangi hugmyndir MIT-manna eftir er talið að í framtíðinni verði hægt að úða efnahvötum á laufblöð hvaða plöntu sem er til að kveikja á þeim og lesa við birtu þeirra. 

Skylt efni: plöntur | ljós | ljósgjafar

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...