Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verðhækkanir nauðsynlegar til að mæta launakostnaði
Fréttir 7. ágúst 2018

Verðhækkanir nauðsynlegar til að mæta launakostnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsmenn afurðastöðva segja nauðsynlegt að hækka matvælaverð til að mæta undangengnum launa­hækkunum. Fram­kvæmda­stjóri Stjörnugríss segir aftur á móti að í vissum tilfellum hafi verð til neytenda þegar hækkað en að afurðaverð til bænda lækkað á sama tíma.

Í frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu var haft eftir forsvarmönnum afurða­stöðva að fyrirtæki í matvæla­iðnaði geti ekki beðið lengur með að hækka verð á afurðum vegna undangenginna launahækkana.

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækin ekki lengur geta tekið á sig tugprósenta launahækkanir. „Í sumum tilfellum leiðir þetta til verðbólgu eða verðhækkana. Í öðrum tilfellum getur þetta kippt grundvellinum undan rekstri fyrirtækjanna. Það er eins og gengur.“ Steinþór segir laun í kjötvinnslu hafa hækkað um 30–40% síðustu ár. Aðeins brot af þeirri kostnaðarhækkun sé komin út í verðlag.

Ari Edwald, forstjóri Mjólkur­samsölunnar, segir í Morgunblaðinu að laun hjá MS hafi hækkað um rúm 40% að meðaltali frá maí 2015 og að tímabært sé að endurskoða verðskrár.

2,5% algert lámark

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, tekur í sama streng í samtali við Bændablaðið. Ágúst segist telja að 2,5% hækkunin út á markað sé algert lágmark til að mæta undangengnum launahækkunum.

„Verð á matvöru frá afurðastöðvunum er búið að vera of lágt lengi sem sést best á rekstri þeirra undanfarin ár. Þegar framboð er umfram eftirspurn getur reynst erfitt að koma á verðhækkunum til bænda þó svo að brýn þörf sé á. Það verður þó ekki gert öðruvísi en að hækkanir skili sér til neytenda.“

Innkaupsverð til vinnsluaðila hefur lækkað

Geir Gunnar Geirsson, framkvæmda­stjóri hjá Stjörnugrís, segist ekki fylgjast með verðlagsmálum einstakra framleiðenda en sé tekið mið af vísitölu fyrir svínakjöt þá sé ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að einhverjar hækkanir hafi átt sér stað undanfarna mánuði. Að sögn Geirs Gunnars lækkaði verð til svínabænda um hátt í 6% í maí. Innkaupsverð til vinnsluaðila hefur því lækkað töluvert. 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...