Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tómatar sýktir af Pepino mósaík vírus.
Tómatar sýktir af Pepino mósaík vírus.
Fréttir 29. september 2017

Veirusmit staðfest á þremur býlum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upp er komin vírussýking í íslenskum tómötum. Búið er að staðfesta smit í tómatplöntum á þremur býlum og grunur er um smit á fleiri garðyrkjustöðvum. Smitið er ekki hættulegt fólki og ekki eru líkur á því að það berist í aðra ræktun en tómata í gróðurhúsum.

Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hefur staðfest við Bændablaðið að fundist hafi tómataplöntur sem smitaðar eru af Pepino mósaík vírus á þremur býlum á Suðurlandi. Grunur um smit kom upp í einu tilviki á síðasta ári.

Landlæg óværa á Spáni og í Marokkó

„Vírusinn sem um ræðir er landlægur í löndum eins og Marokkó og Spáni sem eru mikil tómataræktarlönd. Þar eru menn nánast hættir að reyna að uppræta vírusinn þar sem hann finnst nánast út um allt. Það segir manni að það er hægt að rækta tómata þrátt fyrir vírusinn en uppskeran verður alltaf lélegri.“

Helgi segir að ekki séu til neinar tölur um hversu mikið uppskeran dregst saman við sýkingu enda fari það eftir því á hvaða tíma ræktunarinnar sýkingin komi fram og hversu móttækilegar plönturnar eru hverju sinni. Hann segist ekki vita til að til séu nein tómatplöntuyrki sem eru þolnari gegn vírusnum en önnur né að sýkingin hafi gengið yfir og horfið af sjálfsdáðum nokkurs staðar.

Bráðsmitandi vírus

„Líklegt er talið að veiran hafi borist hingað með innfluttum tómötum þó það fáist líklega aldrei staðfest.

Vírusinn er mjög smitandi og smitast meðal annars með ávöxtunum sjálfum sem eru stanslaust í dreifingu og meðan svo er gæti verið erfitt að uppræta sýkinguna.

Sýking getur borist á fingur fólks heima í eldhúsi þegar það sker tómata ofan á brauð og ef síðan er farið út í gróðurhús að afblaða eða vefja plöntur upp getur veiran borist í plönturnar. Þannig að smit getur borist mjög hratt yfir,“ segir Helgi.

Viljum útrýma vírusnum strax

Helgi segir að í fyrstu hafa verið vonast til að sýkingin væri bundin við einangruð tilfelli en að svo sé því miður ekki. „Sýkingin er að því er við best vitum bundin við nokkur garðyrkjubýli á Suðurlandi. Við eigum reyndar eftir að kortleggja sýkinguna betur en með vissu getum við sagt núna að hún sé staðfest á þremur býlum og að grunur sé um hana á fleiri stöðum.

Á Norðurlöndunum, sem eru í svipaðri stöðu og nánast öll tómataræktun á sér stað í gróðurhúsum, hefur víða tekist að ráða niðurlögum vírussins. Ég tel því að slíkt ætti einnig að vera hægt hér á landi og er hóflega bjartsýnn á að okkur takist að uppræta þetta.

Til þess að hægt sé að útrýma vírusnum getur þurft að henda öllu út, brenna plönturnar, sótthreinsa húsin og leggja niður ræktun í ákveðinn tíma en líklega tvo til þrjá mánuði. Hér er því um töluverða og kostnaðarsama aðgerð að ræða.“

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...