Síld
Síld
Fréttir 15. október

Veiðar verði auknar á norsk- íslensku vorgotssíldinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt ráðgjöf sína um veiðar ársins 2021 fyrir uppsjávarstofna. Leggur það til meiri veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld en minna af makríl og kolmunna.

Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum, makríl og kolmunna um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar verið umfram ráðgjöf ICES.


Norsk-íslensk vorgotssíld

Ráðgjöf ICES hvað varðar norsk-íslenska vorgotssíld er í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs.

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ástæða þess sé fyrst og fremst að 2016-árgangur í stofninum reynist sterkur og gert er ráð fyrir að hann komi inn í veiðina á næsta fiskveiðiári af meiri þunga. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf.


Makríll

ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu á makríl sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 852 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 922 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 8% lægri ráðgjöf nú.

Það skýrist af bæði minnkandi hrygningarstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækkun á veiðihlutfalli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggir á.


Kolmunni

ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu á kolmunna, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 929 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lítillar nýliðunar síðustu fjögur ár.
Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði tæplega 1,5 milljón tonn, sem er 27% umfram ráðgjöf.

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps
Fréttir 22. október

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vest...

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum
Fréttir 22. október

Algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Á þessu ári hefur orðið algjör sprenging í útflutningi á íslenskum hestum en það...

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður
Fréttir 22. október

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog fyrir sauðfjár...

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir
Fréttir 22. október

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var sýknaður í Héraðs­dómi Norð...

Áfram í greiðsluskjóli
Fréttir 21. október

Áfram í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu e...

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Fréttir 20. október

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að r...

„Peningar sem vaxa á trjánum“
Fréttir 19. október

„Peningar sem vaxa á trjánum“

Þau sígrænu tré sem mest eru notuð í skógrækt hérlendis eru stafafura og sitkagr...

Alls 1.264 hreindýr felld í ár
Fréttir 19. október

Alls 1.264 hreindýr felld í ár

Seinasti veiðidagur haustveiða var sunnudagurinn 20. september. Kvóti þessa árs ...