Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Síld
Síld
Fréttir 15. október 2020

Veiðar verði auknar á norsk- íslensku vorgotssíldinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt ráðgjöf sína um veiðar ársins 2021 fyrir uppsjávarstofna. Leggur það til meiri veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld en minna af makríl og kolmunna.

Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum, makríl og kolmunna um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar verið umfram ráðgjöf ICES.


Norsk-íslensk vorgotssíld

Ráðgjöf ICES hvað varðar norsk-íslenska vorgotssíld er í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs.

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ástæða þess sé fyrst og fremst að 2016-árgangur í stofninum reynist sterkur og gert er ráð fyrir að hann komi inn í veiðina á næsta fiskveiðiári af meiri þunga. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf.


Makríll

ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu á makríl sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 852 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 922 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 8% lægri ráðgjöf nú.

Það skýrist af bæði minnkandi hrygningarstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækkun á veiðihlutfalli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggir á.


Kolmunni

ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu á kolmunna, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 929 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lítillar nýliðunar síðustu fjögur ár.
Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði tæplega 1,5 milljón tonn, sem er 27% umfram ráðgjöf.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...