Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Mynd / Job Savelsberg
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á árinu 2025. Það var ljóst við samþykkt fjárlaga frá Alþingi þann 18. nóvember sl.

Meðal stærstu framkvæmda sem unnið verður að eru Reykjanesbraut (Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun), brú og vegtengingar við Hornafjarðarfljót og tvö verkefni á Vestfjarðavegi (Gufudalssveit og Dynjandisheiði) og Norðausturvegur (Brekknaheiði), að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Fjögur göng

Einnig er gert ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðganga á fjórum stöðum; Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, milli Ólafsfjarðar og Dalvík og milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þar að auki hefjast framkvæmdir vegna Ölfusárbrúar á næsta ári en gert er ráð fyrir að veggjöld af umferð muni standa undir kostnaði við framkvæmdir og tefji því ekki framkvæmdir við aðra samgönguinnviði.

Fækkun einbreiðra brúa

Tæpir 4,3 milljarðar króna fara í framlög í fjölbreytt sameiginleg verkefni samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins. „Þar á meðal verða 2,5 ma. kr. settir í að leggja slitlag á tengivegi um land allt og 500 m.kr. í að fækka einbreiðum brúm, eða samtals 3 ma.kr. Stefnt er að því að einbreiðum brúm fækki um fimm árið 2025, á Hringveginum og utan hans.“

Skylt efni: Samgöngumál | vegakerfið

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...