Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Mynd / Job Savelsberg
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á árinu 2025. Það var ljóst við samþykkt fjárlaga frá Alþingi þann 18. nóvember sl.

Meðal stærstu framkvæmda sem unnið verður að eru Reykjanesbraut (Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun), brú og vegtengingar við Hornafjarðarfljót og tvö verkefni á Vestfjarðavegi (Gufudalssveit og Dynjandisheiði) og Norðausturvegur (Brekknaheiði), að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Fjögur göng

Einnig er gert ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðganga á fjórum stöðum; Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, milli Ólafsfjarðar og Dalvík og milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þar að auki hefjast framkvæmdir vegna Ölfusárbrúar á næsta ári en gert er ráð fyrir að veggjöld af umferð muni standa undir kostnaði við framkvæmdir og tefji því ekki framkvæmdir við aðra samgönguinnviði.

Fækkun einbreiðra brúa

Tæpir 4,3 milljarðar króna fara í framlög í fjölbreytt sameiginleg verkefni samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins. „Þar á meðal verða 2,5 ma. kr. settir í að leggja slitlag á tengivegi um land allt og 500 m.kr. í að fækka einbreiðum brúm, eða samtals 3 ma.kr. Stefnt er að því að einbreiðum brúm fækki um fimm árið 2025, á Hringveginum og utan hans.“

Skylt efni: Samgöngumál | vegakerfið

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f