Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Mynd / Job Savelsberg
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á árinu 2025. Það var ljóst við samþykkt fjárlaga frá Alþingi þann 18. nóvember sl.

Meðal stærstu framkvæmda sem unnið verður að eru Reykjanesbraut (Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun), brú og vegtengingar við Hornafjarðarfljót og tvö verkefni á Vestfjarðavegi (Gufudalssveit og Dynjandisheiði) og Norðausturvegur (Brekknaheiði), að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Fjögur göng

Einnig er gert ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðganga á fjórum stöðum; Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, milli Ólafsfjarðar og Dalvík og milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þar að auki hefjast framkvæmdir vegna Ölfusárbrúar á næsta ári en gert er ráð fyrir að veggjöld af umferð muni standa undir kostnaði við framkvæmdir og tefji því ekki framkvæmdir við aðra samgönguinnviði.

Fækkun einbreiðra brúa

Tæpir 4,3 milljarðar króna fara í framlög í fjölbreytt sameiginleg verkefni samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins. „Þar á meðal verða 2,5 ma. kr. settir í að leggja slitlag á tengivegi um land allt og 500 m.kr. í að fækka einbreiðum brúm, eða samtals 3 ma.kr. Stefnt er að því að einbreiðum brúm fækki um fimm árið 2025, á Hringveginum og utan hans.“

Skylt efni: Samgöngumál | vegakerfið

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...