Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Vaxandi krafa um heildstæða sýn
Fréttir 14. júní 2023

Vaxandi krafa um heildstæða sýn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Kallað var eftir samræmingu, samtali samtaka svo sem landbúnaðar og sjávarútvegs, þolinmóðu fjármagni í framhaldsrannsóknir og þróun og endurskoðun hamlandi regluverks á málþingi MATÍS sem fram fór í byrjun mánaðar.

Fjallað var um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi og hlutverk matvælarannsókna til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu, nýsköpun og aukinni verðmætasköpun. „Framtíð matvælaframleiðslu varðar okkur öll, ekki aðeins hér á landi heldur á heimsvísu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í opnunarávarpi sínu. „Við þurfum að svara því hvernig hægt er að brauðfæða fleiri en nota sem minnst af auðlindum til þess og losa sem minnst af gróðurhúsalofttegundum. Matvælaframleiðsla þarf að vera sjálfbær til framtíðar og vísindi og rannsóknir gegna þar lykilhlutverki,“ sagði hún jafnframt. MATÍS væri alger kjölfesta í þessu viðfangsefni hérlendis. Matvælastefna Íslands til 2040 var nýlega samþykkt á Alþingi.

Verðmæti fengins sjávarafla pr. kíló úr sjó hefur verið fjórfaldað á undanförnum árum með m.a. flutningatækni og meiri nýtni en slíkt þarf einnig að gerast í öðrum matvælagreinum. Að greina áhrif loftslagsbreytinga á matvælakerfi og umhverfisáhrif matvælaframleiðslu er meðal helstu rannsóknaáherslna MATÍS. Meðal þess sem rannsakað er þar á bæ eru áhrif þess að fóðra nautgripi á þörungum, á metanlosun og afurðir, og sömuleiðis hvaða áhrif það hefur að fóðra sauðfé á hvönn. Áhersla er á fullnýtingu; hringrásarhagkerfi kjötframleiðslu og aukna nýtingu hliðarafurða. Til dæmis er skoðað hvernig nýta megi blóð. Bent var á að neytendur væru kröfuharðir og æ þyngra myndi vega að kjötframleiðsla væri sjálfbær og gengi ekki á auðlindir, gæði yrðu umfram magn og vaxandi áhersla á dýravelferð. Þarna lægju mikil tækifæri fyrir hágæða kjötframleiðslu.

Tvöfalda þarf próteinframleiðslu

Innlend kornrækt annar nú um 1% af kornneyslu Íslendinga. Flutt séu inn 25 þúsund tonn af korni og hveiti árlega. Byggrækt hafi gengið vel og ræktun hafra sé nýjung sem lofi góðu en leggja verði ríkari áherslu á vöruþróun úr korni frá íslenskum kornbændum, meðal annars með líftækni.

Fjallað var um nýprótein á málþinginu og mikilvægan þátt þess í sjálfbærri umbreytingu matvælakerfa. Bent var á að aðgengi að hágæðapróteinum færi minnkandi en eftirspurn hefði á hinn bóginn aldrei verið meiri. Talið er að próteinframleiðsla á heimsvísu þurfi að tvöfaldast fyrir árið 2050. Nýprótein geta verið t.d. þörungar, örþörungar, stórþörungar, stórfrumuprótein, skordýraprótein, einfrumungar og grasprótein. Rannsóknir standa yfir á nýtingu þeirra í matvörur, fæðubótarefni og fóður til m.a. fiskeldis og kjúklingaræktar.

Spurt var hvort þörungar væru matur framtíðarinnar og tíndir til fjölmargir heilsubætandi kostir þeirra og ljóst að þar er vannýtt lífauðlind sem rannsaka þarf og nýta mun betur. Möguleikarnir séu nánast óþrjótandi.

Framleiðsla áburðar var sögð mengandi og ekki sjálfbær. Óskastaða hérlendis væri mögulega að fanga fosfór og kalí úr aukaafurðum, nýta nitur úr lofti og fá brennistein frá Landsvirkjun og væri þá til orðinn sjálfbær áburður. Þá lægju tækifæri í notkun fiskeldisseyru, sláturúrgangs og alifuglaskíts en gera þyrfti áhættugreiningu á efnunum og kanna leiðir til flutnings og dreifingar m.t.t. áhættuþátta. Fram kom á málþinginu að nauðsynlegt væri að efla þekkingarstraum milli aðila sem koma að rannsóknum og framleiðslu matvæla. Skilgreina verði hvort afurðir og vörur séu hugsaðar á innanlandsmarkað eða markaði erlendis og gera viðskipta- og markaðsrannsóknir. Rannsóknarstyrkjum eigi ekki endilega að úthluta heldur fremur að virkja samkeppni milli vísindamanna. Þá sé mikilvægt að vinna að því að verkefni strandi ekki þegar búið er að þróa hugmynd og hrinda úr vör, en einn mesti áhættuþáttur bæði fjárfesta og fyrirtækja sé í fjármögnun á stækkunarþrepi.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...