Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins
Fréttir 25. janúar 2018

Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirdýralæknir á Englandi hefur ákveðið að England eins og það leggur sig skuli vera eitt varnarsvæði vegna hættu á fuglaflensu. Alifuglabændur skulu samkvæmt lögum fara eftir ýtrustu reglum hvað varðar varnir gegn fuglaflensu í landinu.

Ákvörðunin kemur í framhaldi af því að undanfarnar vikur hafa að minnsta kosti þrettán villtir fuglar fundist dauðir af völdum fuglaflensu H5N6 og sýnt hefur verið fram að rúmlega þrjátíu aðrir séu sýktir.

Það að svo margir villtir fuglar séu sýktir eykur gríðarlega hættuna á að flensan breiðist hratt út og geti borist í alfuglabú.

Talið er að fuglaflensan hafi borist til Englands með farfuglum frá Evrópu þar sem flensan hefur fundist í fjölda villtra fugla undanfarna mánuði.

Miklar öryggisráðstafanir

Reglurnar um varnir gegn fuglaflensunni ná til allra sem halda alifugla en bú með yfir 500 fugla þurfa að gera aukalegar ráðstafanir. Gæta verður þess að enginn óviðkomandi fái aðgang að búunum, að skipt sé um fatnað áður en farið er inn til fuglanna eða vinnusvæði sem tengist þeim og að ökutæki séu sótthreinsuð áður en þau yfirgefa bú.

Tilkynna skal dauða fugla

Eigendum alifugla er skylt að tilkynna dauða fugla sem gæti orsakast af flensunni og almenningur er einnig beðinn að tilkynna fund á dauðum fuglum í náttúrunni.

Smitandi en ekki talin hættuleg fólki

Ekki er talið enn sem komið er að flensan sé hættuleg fólki en samt sem áður er talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hún berist í alifugla til manneldis þar sem vírusinn sem flensunni veldur er bráðsmitandi. 

Skylt efni: England | fuglaflensa

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...