Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Arney frá Ytra-Álandi, knapi Agnar Þór Magnússon
Mynd / Kolla Gr.
Fréttir 3. apríl 2024

Val kynbótahrossa á Landsmót hestamanna

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Sami fjöldi kynbótahrossa verður dæmdur á Landsmóti hestamanna í sumar og hefur verið síðastliðinn áratug. En nú verður eingöngu stuðst við aðaleinkunn samkvæmt ákvörðun Fagráðs í hrossarækt.

Þátttökufjöldi í hverjum flokki á Landsmóti hestamanna 2024.

Árið 2016 var hætt að notast við einkunnalágmörk í hverjum aldursflokki við val kynbótahrossa á Landsmóti og var fjöldi þeirra takmarkaður. Ákveðinn fjöldi hrossa er í hverjum aldursflokki og hefur þátttökurétturinn miðast við stöðulista við lok vorsýninga. Síðan 2018 hafa 170 hross haft þátttökurétt í kynbótasýningu Landsmóts og er fjöldinn í hverjum aldursflokki misjafn (sjá töflu).

Mismunandi aðferðum hefur einnig verið beitt við valið á hrossunum inn á stöðulistann. Fyrir Landsmót árin 2016 og 2018 var tíu stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa (sem eru með skráð einkunnina 5,0 fyrir skeið) þegar verið var að raða hrossunum í sætaröðun á stöðulistann fyrir mótin.

Markmiðið var að auka hlut klárhrossa á mótinu sem hafði minnkað með upptöku stöðulistans. Hlutfall þeirra áður en stöðulistinn var tekinn upp sem dæmi var 26% á Landsmóti 2014. Árið 2016 var hlutfall þeirra 18% og 2018 var hlutfallið 24%. Á síðasta Landsmóti var hlutfall klárhrossa 46%, eða rétt tæpur helmingur hrossanna.

Þessa aukningu má helst rekja til þess að árið 2020 ákvað fagráð að við val inn á Landsmót væri farin sú leið að 75% hrossa í hverjum flokki væru valin eftir aðaleinkunn og 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs.

Þá urðu einnig breytingar á vægisstuðlum kynbótadóma gerðar árið 2020 þar sem vægi á brokki og feti var hækkað, auk þess að hægt stökk fékk vægi í heildareinkunn hrossa.

Fagráð skoðaði sögulega hvert hlutfall klárhrossa væri af heildarfjölda kynbótahrossa á stöðulista við lok vorsýninga ef eingöngu væri valið eftir aðaleinkunn á síðustu árum og var hlutfallið allt að 30% árin 2020– 2023.

Fagráð í hrossarækt ákvað því á fundi sínum í febrúar að val kynbótahrossa á stöðulista fyrir Landsmót 2024 muni eingöngu fara eftir aðaleinkunn og að sami fjöldi hrossa hafi þátttökurétt á Landsmótinu í sumar eins og hefur verið frá 2018. Einnig mun sami fjöldi hrossa vera í hverjum aldursflokki.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...