Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Gin- og klaufaveiki greindist í þremur vatnabufflum í Þýskalandi fyrir skömmu, í fyrsta sinn frá árinu 1988. Gripið var til umfangsmikilla aðgerða til að varna frekariútbreiðslusjúkdómsins.
Gin- og klaufaveiki greindist í þremur vatnabufflum í Þýskalandi fyrir skömmu, í fyrsta sinn frá árinu 1988. Gripið var til umfangsmikilla aðgerða til að varna frekariútbreiðslusjúkdómsins.
Mynd / BundesministeriumfürErnährungundLandwirtschaf
Utan úr heimi 24. janúar 2025

Reynt að koma í veg fyrir frekara smit.

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gin- og klaufaveiki hefur greinst í vatnabufflum í Þýskalandi.

Matvælastofnun greindi frá því að 10. janúar hefði greinst gin- og klaufaveiki í þremur vatnabufflum (Bubalus bubalis) í sveitum Märkisch-Oderland í Brandenburg í Þýskalandi og hafði þá ekki greinst í landinu í 36 ár.

Gin- og klaufaveiki er einn mest smitandi og alvarlegasti smitsjúkdómur í dýrum en sýkir ekki fólk og því stafar ekki hætta af umgengni við sýkt dýr né neyslu afurða. Öll klaufdýr, þar á meðal nautgripir, svín, hreindýr, kindur og geitur, eru næm fyrir sjúkdómnum.

Sjúkdómurinn hefur aldrei greinst hér á landi en áhyggjur eru af að hann kunni að berast hingað. Bændasamtök Íslands ræða við bændur og ráðherra landbúnaðarmála vegna þessa.

Klaufdýr í grennd aflífuð

Strangar ráðstafanir voru gerðar í Þýskalandi til að hindra útbreiðslu veirunnar. Sýktu dýrin voru aflífuð. Engin fleiri dýr hafi veikst og vonir bundnar við að tekist hafi að eyða smitinu.

Viðbrögð við uppkomu veikinnar í Evrópusambandsríkjum og öðrum löndum þar sem hún er ekki landlæg, eru fyrst og fremst að aflífa öll móttækileg dýr í þeirri hjörð sem sýkingin greinist í. Í ofangreindu tilfelli voru einnig öll klaufdýr á búum í eins kílómetra radíus frá þeim stað sem smitið kom upp aflífuð (eitt svínabú og tvö sauðfjárbú, samtals 261 dýr) og öll klaufdýr á búi með faraldsfræðilega tengingu við upprunabú (eitt bú með 55 geitur og nautgripi).

Jafnframt eru fyrirskipuð ýmiss konar höft á tilgreindu svæði umhverfis sýktan stað, m.a. bann við flutningi á dýrum og öllu sem borið getur smitið. Dýr á svæðinu eru skoðuð og smitið rakið. Kostnaður vegna aðgerða getur orðið gífurlega mikill.

Bundesministerium für Ernährung und Landwirtschaft, þýska matvæla- og landbúnaðarráðuneytið, greinir frá því að Brandenborgarfylki og Berlínarborg hafi, um leið og sjúkdómsins varð vart, sett á algert flutningsbann allra klaufdýra á svæðinu. Það sé mikilvæg ráðstöfun til að færi gefist á að afla viðeigandi þekkingar um faraldurinn og koma þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu þessa mjög smitandi dýrasjúkdóms. Dýragörðunum í Berlín og Tierpark var lokað og engin klaufdýr verða sýnd á Berlin Grüne Woche- vörusýningunni 17.–26. janúar.

Flutningur dýra óheimill

Nýlega var gefin út, og birt á heimasíðu Matvælastofnunar, Handbók um viðbrögð við gin- og klaufaveiki. Segir þar að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé yfirleitt ekki banvænn fyrir dýrin sé hann einn af alvarlegustu sjúkdómunum sem leggjast á búfé. Ástæðan er sú að hann sé mjög smitandi, ekki er hægt að meðhöndla hann og jafnvel þótt veik dýr nái sér, þá verði þau oft fyrir varanlegum skaða.

Sjúkdómurinn valdi miklu efnahagslegu tjóni vegna minni mjólkurframleiðslu, vanvaxtar, aukinnar tíðni fósturláts og aukinnar dánartíðni kálfa, lamba, kiða og grísa.

Stöku tilfelli í Evrópu

Gin- og klaufaveiki er útbreidd í flestum löndum Afríku og Asíu. Tilfelli koma stöku sinnum upp í löndum í Evrópu. Stór faraldur kom upp í Bretlandi árið 2001 þar sem upp komu 2.030 tilfelli sem teygðu anga sína til Írlands, Frakklands og Hollands. Árið 2007 kom einnig upp tilfelli í Bretlandi. Síðast var tilfelli í Evrópu í Búlgaríu árið 2011. Fyrirbyggjandi bólusetning gegn sjúkdómnum hefur verið bönnuð í Evrópu síðan 1992.

Skylt efni: gin- og klaufaveiki

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...