Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Mynd / European Union, Copernicus Sentinel-2 imagery
Utan úr heimi 29. október 2023

Matarkarfa Grikkja kaffærð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stærsta landbúnaðarsvæði Grikklands varð ofsaveðri að bráð í september og ljóst er að landsvæðið mun þurfa langan tíma til að jafna sig.

Um fjórðungur allrar landbúnaðarframleiðslu Grikkja fer fram á frjósömum sléttum Þessalíuhéraðs á meginlandinu. Þar er meðal annars ræktað hveiti, bygg, bómull, baunir og hnetur í stórum stíl ásamt ávöxtum og tómötum að ónefndu fóðri fyrir búfé, enda má finna eitt allra stærsta graslenda landsins í héraðinu.

Fimmtán manns fórust þegar ofsaveðrið Daníel fór yfir Grikkland í september og varð fyrrnefnt hérað þar verst úti. Um fimm þúsund manns þurftu að yfir- gefa heimili sín, innviðir eyðilögðust, talið er að yfir 200.000 dýr hafi drukknað og talað er um mesta uppskerubrest þar í landi í manna minnum. Talið er að um 73.000 hektara lands hafi farið þar undir vatn. Kom stormurinn á versta tíma enda mikið af afurðum svæðisins við það að vera uppskorin.

Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um neyðarhjálp til handa bændum til að endurbyggja heimili sín og starfsemi mun taka langan tíma að koma þessari stærstu matarkistu Grikklands til fyrra horfs. Í fjölmiðlum ytra segja sérfræðingar að aur sem liggur yfir ræktarlandi hafi neikvæð áhrif á jarðvegsgæði, þau tré sem enn standi séu bakteríusmituð eftir vatnsflauminn. Þá taki tíma að fjölga hjörðum geita og kúa eftir miklar búsifjar. Yfirvofandi er hætta á matarskorti og verðhækkunum vegna uppskerubrestsins.

Ofsaveðrið kom í kjölfar eins heitasta sumars Grikklands síðan mælingar hófust sem leiddi af sér víðtækar eyðileggingar víða um land og eyjar af völdum umfangsmikilla gróðurelda og varð á þriðja tug manns að aldurtila.

Skylt efni: Grikkland | flóð

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...