Sauðfé í Lofoten.
Sauðfé í Lofoten.
Mynd / Liga Alksne
Utan úr heimi 4. febrúar 2025

Lambakjöt frá Lofoten verndað afurðaheiti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lofotlam er þriðja matvaran frá Noregi sem hlýtur verndun ESB samkvæmt landfræðilegri tilvísun.

Á bak við afurðaheitið standa 75 sauðfjárbændur frá Lofoten- eyjaklasanum í Norður-Noregi. Lofotlam raðar sér á lista yfir matvæli með vernduð afurðaheiti, eins og fenlår fra Norge (þurrkað og saltað lambakjöt) og tørrfisk fra Lofoten (þurrkaður saltfiskur).

Viðurkenningin var veitt á alþjóðlegu grænu vikunni í Berlín þann 17. janúar síðastliðinn. Geir Pollestad, ráðherra landbúnaðarmála í Noregi, sagði af því tilefni að þetta væri verðskulduð viðurkenning fyrir sauðfjárbændurna sem framleiða lambakjöt á heimsmælikvarða. Frá þessu greinir Stiftelsen Norsk Mat, samtök matvælaframleiðenda, í fréttatilkynningu.

Vernd afurðaheita (e. Geographical Indication) eru auðkennandi merki sem eru notuð til að einkenna vörur sem eiga uppruna frá tilteknu landi eða svæði þegar gæði, orðstír eða önnur einkenni vörunnar tengjast þeim landfræðilega uppruna.

Evrópusambandið stendur á bak við merkin. Vörur sem hafa hlotið vernd afurðaheita eru meðal annars Íslenskt lambakjöt og Parmigiano Reggiano-osturinn.

Skylt efni: Noregur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...