Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Andleg heilsa bænda kortlögð
Mynd / Damir Korotaj
Utan úr heimi 22. apríl 2025

Andleg heilsa bænda kortlögð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sautján prósent sænskra bænda sem starfa að öllu leyti innan bús eru með einkenni þunglyndis.

Þetta kemur fram í fyrstu stóru rannsókninni á andlegri heilsu sænsku bændastéttarinnar.

Peter Lundquist hjá Landbúnaðarháskóla Svíðþjóðar sem leiddi ransóknina, segir bændur almennt vinna of mikið og ekki hafa tíma til að hvíla sig. Arðsemi búanna hefur áhrif, en þar sem reksturinn gengur betur hafa bændur frekar möguleika á að ráða inn starfskraft til að minnka álagið. Frá þessu greinir Land Lantbruk.

Karlmenn yfir fimmtugu er sá hópur í bændastéttinni sem líður best, á meðan ungar konur í mjólkurframleiðslu hafa það verst. Ellefu prósent bænda hafa upplifað að lífið sé ekki þess virði að lifa því og hefur átta prósent bænda íhugað alvarlega að svipta sig lífi einhvern tímann á sínum starfsferli. Í Svíþjóð er ekki til tölfræði sem tengir saman sjálfsmorðstíðni við starfsstéttir en í einstaka erlendum rannsóknum hafa komið fram auknar líkur á sjálfsmorðum hjá bændum í samanburði við aðrar vinnandi stéttir.

Í rannsókninni kemur fram að margir bændur finna fyrir líkamlegum verkjum, sem eykur hættuna á slæmri andlegri líðan, sérstaklega þegar þeir eru undir miklu verkefnaálagi. Hluti þátttakenda í rannsókninni sagðist upplifa skilningsleysi meðal maka og fjölskyldu. Jafnframt geta verið árekstrar milli ólíkra kynslóða eða systkina. Margir utanaðkomandi þættir sem bændur geta ekki stjórnað auka andlegt álag, svo sem óhagstætt veður, háir vextir, krafa eftirlitsaðila um endurbætur og fleira.

Lundquist segir mestu máli skipta að bændastéttin spyrji sjálf spurninga um andlega líðan og hvernig hægt sé að bæta hana. Í gegnum tíðina hefur þetta viðfangsefni ekki mætt miklum áhuga meðal bænda eða innan þeirra félagskerfis. Hann vonast til að með aukinni þekkingu sé hægt að fyrirbyggja vandann.

Skylt efni: Svíþjóð | geðheilsa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...