Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Fréttir 30. nóvember 2018

Úrbeinaðir svínahnakkar fluttir inn sem síður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutnings­aðilar eru grun­aðir um að fara á svig við kerfið og flytja inn aðra hluta svínakjöts sem svínasíður. Rökstuddur grun­ur um að svo sé, segir for­maður Félags svínabænda.

„Við höfum rökstuddan grun um að eitthvert magn af svínakjöti, eins og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar, hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.

Ingvi segir að Félag svínabænda sé búið að senda erindi til bæði fjármála- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að málið sé kannað með tollayfirvöldum.

Gríðarmikill innflutningur á síðum

„Okkur í stjórn Félags svínabænda barst til eyrna fyrr á þessu ári að það væru brotalamir í innflutningi svínakjöts og í framhaldi af því fórum við að skoða málið betur. Ég get ekki lagt fram neinar magntölur en miðað við hvað innflutningur á síðum er mikill þá kemur ekki á óvart að annað kjöt fylgi með sem síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp viljum við trúa því að flestir sem standi í innflutningi á svínasíðum séu sannanlega að flytja þær inn en ekki eitthvað annað, segir Ingvi.

Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða

Ingvi segir að stjórn Félags svínabænda hafi fundað með fyrrverandi skrifstofu­stjóra og lögfræðingi landbúnaðar­ráðu­neytisins síðastliðið sumar.

„Þá var okkur sagt að það ætti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta mundi endurtaka sig en hvort slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við höfum lengi gert athugasemdir við það hvernig staðið er að útboði á opnum tollkvótum og við teljum að það þurfi að endurskoða það ferli eins og það leggur sig.“

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...