Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Fréttir 30. nóvember 2018

Úrbeinaðir svínahnakkar fluttir inn sem síður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutnings­aðilar eru grun­aðir um að fara á svig við kerfið og flytja inn aðra hluta svínakjöts sem svínasíður. Rökstuddur grun­ur um að svo sé, segir for­maður Félags svínabænda.

„Við höfum rökstuddan grun um að eitthvert magn af svínakjöti, eins og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar, hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.

Ingvi segir að Félag svínabænda sé búið að senda erindi til bæði fjármála- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að málið sé kannað með tollayfirvöldum.

Gríðarmikill innflutningur á síðum

„Okkur í stjórn Félags svínabænda barst til eyrna fyrr á þessu ári að það væru brotalamir í innflutningi svínakjöts og í framhaldi af því fórum við að skoða málið betur. Ég get ekki lagt fram neinar magntölur en miðað við hvað innflutningur á síðum er mikill þá kemur ekki á óvart að annað kjöt fylgi með sem síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp viljum við trúa því að flestir sem standi í innflutningi á svínasíðum séu sannanlega að flytja þær inn en ekki eitthvað annað, segir Ingvi.

Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða

Ingvi segir að stjórn Félags svínabænda hafi fundað með fyrrverandi skrifstofu­stjóra og lögfræðingi landbúnaðar­ráðu­neytisins síðastliðið sumar.

„Þá var okkur sagt að það ætti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta mundi endurtaka sig en hvort slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við höfum lengi gert athugasemdir við það hvernig staðið er að útboði á opnum tollkvótum og við teljum að það þurfi að endurskoða það ferli eins og það leggur sig.“

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...