Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Fréttir 30. nóvember 2018

Úrbeinaðir svínahnakkar fluttir inn sem síður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutnings­aðilar eru grun­aðir um að fara á svig við kerfið og flytja inn aðra hluta svínakjöts sem svínasíður. Rökstuddur grun­ur um að svo sé, segir for­maður Félags svínabænda.

„Við höfum rökstuddan grun um að eitthvert magn af svínakjöti, eins og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar, hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.

Ingvi segir að Félag svínabænda sé búið að senda erindi til bæði fjármála- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að málið sé kannað með tollayfirvöldum.

Gríðarmikill innflutningur á síðum

„Okkur í stjórn Félags svínabænda barst til eyrna fyrr á þessu ári að það væru brotalamir í innflutningi svínakjöts og í framhaldi af því fórum við að skoða málið betur. Ég get ekki lagt fram neinar magntölur en miðað við hvað innflutningur á síðum er mikill þá kemur ekki á óvart að annað kjöt fylgi með sem síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp viljum við trúa því að flestir sem standi í innflutningi á svínasíðum séu sannanlega að flytja þær inn en ekki eitthvað annað, segir Ingvi.

Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða

Ingvi segir að stjórn Félags svínabænda hafi fundað með fyrrverandi skrifstofu­stjóra og lögfræðingi landbúnaðar­ráðu­neytisins síðastliðið sumar.

„Þá var okkur sagt að það ætti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta mundi endurtaka sig en hvort slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við höfum lengi gert athugasemdir við það hvernig staðið er að útboði á opnum tollkvótum og við teljum að það þurfi að endurskoða það ferli eins og það leggur sig.“

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...