Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Fréttir 30. nóvember 2018

Úrbeinaðir svínahnakkar fluttir inn sem síður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutnings­aðilar eru grun­aðir um að fara á svig við kerfið og flytja inn aðra hluta svínakjöts sem svínasíður. Rökstuddur grun­ur um að svo sé, segir for­maður Félags svínabænda.

„Við höfum rökstuddan grun um að eitthvert magn af svínakjöti, eins og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar, hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi í Teigi.

Ingvi segir að Félag svínabænda sé búið að senda erindi til bæði fjármála- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að málið sé kannað með tollayfirvöldum.

Gríðarmikill innflutningur á síðum

„Okkur í stjórn Félags svínabænda barst til eyrna fyrr á þessu ári að það væru brotalamir í innflutningi svínakjöts og í framhaldi af því fórum við að skoða málið betur. Ég get ekki lagt fram neinar magntölur en miðað við hvað innflutningur á síðum er mikill þá kemur ekki á óvart að annað kjöt fylgi með sem síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp viljum við trúa því að flestir sem standi í innflutningi á svínasíðum séu sannanlega að flytja þær inn en ekki eitthvað annað, segir Ingvi.

Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða

Ingvi segir að stjórn Félags svínabænda hafi fundað með fyrrverandi skrifstofu­stjóra og lögfræðingi landbúnaðar­ráðu­neytisins síðastliðið sumar.

„Þá var okkur sagt að það ætti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þetta mundi endurtaka sig en hvort slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við höfum lengi gert athugasemdir við það hvernig staðið er að útboði á opnum tollkvótum og við teljum að það þurfi að endurskoða það ferli eins og það leggur sig.“

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi