Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr búreldi í lausagöngu
Fréttir 27. júlí 2020

Úr búreldi í lausagöngu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar breytingar standa fyrir dyrum hjá eggjabúinu Stjörnuegg að Vallá á Kjalarnesi. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að til standi að ljúka breytingum frá búrhaldi í lausagöngu.

„Við erum í ferli að breyta úr búreldi í lausagöngu en við erum ekki að fjölga hænum að neinu ráði eins og er, þrátt fyrir að við höfum sótt um rýmra starfsleyfi. Gömul hús, sem ekki henta fyrir lausagöngu, verða tekin úr umferð og ný byggð í staðinn sem henta betur fyrir starfsemina eftir breytinguna.“

Miklar breytingar

Geir Gunnar segir að það fylgi því miklar breytingar að skipta úr búrum yfir í lausagöngu. „Við verðum til dæmis að hafa húsin í hvíld lengur eftir hvern eldishóp, það fer meiri vinna í að þrífa og sótthreinsa, þar sem óhreinindi berast víðar, og við verðum að auka húsrýmið vegna þess, þrátt fyrir að vera með sama fjölda af fuglum.“

Ekki markaður fyrir meiri egg

Stjörnuegg er með um 55 þúsund varphænur í húsi en Geir Gunnar segir að eins og staðan er í dag sé ekki markaður fyrir meira af eggjum. „Eftir að ferðamönnum fækkaði dró töluvert úr eftirspurn.“

Aukið rými fyrir fuglana

„Með breytingunum aukast möguleikar á að fjölga fuglum eitthvað í framtíðinni en það er ekkert sem kallar á slíkt núna.Fermetrafjöldinn sem eykst við breytingarnar leyfir að við fjölgum úr 55 þúsund fuglum í 90 þúsund stæði en augljóslega er alls engin þörf eða möguleiki á að hafa þann fjölda samtímis. Hugmyndin hjá okkur er að hafa rýmra á fuglunum og svo þurfa húsin að standa lengur tóm vegna aukins smitálags við lausagöngu í stað búreldis.“

Hugmyndin að framleiða mest á Kjalarnesi

Stjörnuegg voru með fuglahús í Saltvík, Brautarholti og Vallá á Kjalarnesi og að sögn Geirs Gunnars er hugmyndin að framleiða sem mest á Vallá. „Pökkunin á sér stað á Vallá og því þarf ekki að endurpakka eggjunum eins og þurfti að gera með eggin frá Saltvík og Brautarholti.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...