Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi
Mynd / Siti Nurhafizah
Fréttir 22. mars 2022

Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framleiðsla Indverja á rauðum pipar (chili) lækkar um fimmtung frá fyrra ári vegna uppskerubrests þar í landi. Ástæðan er ágeng óværa sem lagðist á plönturnar og óvenju mikil rigning í helstu framleiðsluríkjum suðurhluta Indlands.

Plöntur urðu illa fyrir barðinu á kögurvængjum (thrips) þrátt fyrir mikla notkun skordýraeiturs og haft er eftir D. Kanungo, frá Andrah Pradesh ríki að bændur hafi þurft að rífa upp plöntur í blómgun. Óværan hafi auk þess valdið mikilli vansköpun á ávöxtum.

Í fregn Reuters er haft eftir jarðræktarfræðingi hjá Indverska landbúnaðar­rannsóknarráðinu að í stað þess að bregðast við meindýrinu hefðu bændur í mörgum tilfellum horfið frá ökrum sínum sem magnaði upp óværuna og gerði illt verra.

Minni framleiðsla hefur orðið til þess að heimsmarkaðsverð á rauðum pipar hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum og líklegt er að verðið haldist hátt út árið. Með hækkandi kostnaði við flutninga má einnig búast við enn frekari verðhækkunum á chili og afleiddum afurðum.

Indland er stærsti út- flytjandi af rauðum pipar í heiminum og seldi 578.800 tonn árið 2021 sem var 8% meira en árið áður. Í nágrannaríkinu Pakistan, sem einnig er stór framleiðandi, mun staðan vera svipuð og horfir í uppskerubrest vegna sviptinga í tíðarfari.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...