Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu
Fréttir 11. janúar 2021

Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Til eru gögn aftur til ársins 1957 um riðutilfelli sem komið hafa upp hérlendis. Samkvæmt Sigrúnu Bjarnadóttur, sérgreinadýralækni nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Íslands er þó erfitt að treysta á þau gögn vegna ýmissa vankanta. Í dag er að mestu stuðst við tölur frá árinu 1986 sem sýna svo ekki verður um villst að verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við sjúkdóminn frá þeim tíma. 

„Við höfum aðrar greiningaraðferðir í dag en fyrir 60 árum og tölurnar sem ná svo langt aftur er erfitt að heimfæra yfir á niðurstöður í dag. Þær hafa þó ákveðið upplýsingagildi en gagnast ekki varðandi ákvarðanatöku,“ segir Sigrún.

Bændur séu meðvitaðir um smitvarnir

Hérlendis hefur greinst oftast riðuveiki í Húna- og Skagahólfi en í líflambasöluhólfunum (Snæfells-hólfi, Vestfjarðahólfi eystra, N-Þingeyjarsýsluhluta Norð-austurhólfs og Öræfahólfi), Miðfjarðarhólfi, Eyjafjarðarhólfi, Suðaustur-landshólfi, Rangárvallahólfi og Vestmannaeyjahólfi  hefur aldrei greinst riða.  

„Það sem við sjáum frá árinu 1986 er að þá er hert á aðgerðum og við það næst þessi góði árangur. Upp úr 1978 var þetta mjög víða og jókst og leit út fyrir að myndi breiðast út um land allt. Veikin grasserar í hjörð þegar hún er einu sinni komin. Árið 1986 var sett á reglugerð um viðbrögð við riðu og ákveðið var að nota útrýmingaraðferðina við hvert staðfest smit ásamt því að leiðbeiningar voru hafðar um hreinsun. Við höfum notað grunn hennar síðan en bæst hefur við reglugerðina í gegnum tíðina. Þetta hefur skilað sér í árangri með fækkun tilfella,“ útskýrir Sigrún og segir jafnframt: – „En það hefur verið tilhneiging eftir því sem lengra líður frá riðutilfellum að þá minnkar meðvitundin hvað varðar smitvarnir, fólk gleymir sér og það verða kynslóðaskipti í búskap. Það þarf alltaf að hamra á þessu við bændur, að þeir láti vita ef kindur drepast því þá þarf að taka sýni. Það er einnig mikilvægt að bændur virði þær reglur sem eru í gildi og að þeir fái fræðslu um það því það skilar sér.“ 

Skylt efni: riða | riðutilfelli

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara