Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér sést álftahópur á flugi yfir 19 hektara akri bóndans í Eystra-Fíflholti. Var álftin búin að troða niður og eyðileggja um helming akursins. Á innfelldu myndinni eru tvö álftapör í Þykkvabæ. Annað með fimm og hitt með tvo unga.
Hér sést álftahópur á flugi yfir 19 hektara akri bóndans í Eystra-Fíflholti. Var álftin búin að troða niður og eyðileggja um helming akursins. Á innfelldu myndinni eru tvö álftapör í Þykkvabæ. Annað með fimm og hitt með tvo unga.
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2015

Uppgjöf í kornbændum vegna ágangs fugla

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þorsteinn Ólafur Markússon, bóndi á Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum, skammt frá Bergþórshvoli, segir að bændur séu nú flestir að gefast upp á kornræktinni vegna ágangs álfta og gæsa. 
 
„Ég er búinn að búa í Eystra-Fíflholti síðan árið 2000 og er sjálfur að hætta búskap, en aðallega sökum aldurs. Þarna höfum við verið með kornrækt, en ásókn álfta og gæsa er alltaf að aukast. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, fjöldi fuglanna er óskaplegur.
 
Menn hafa mikið verið að tala um ýmiss konar varnir til að fæla fuglinn frá ökrunum, en það er bara ekki að virka. Þegar við byrjuðum á þessu girtum við með blaktandi borða og vorum mikið á ferðinni á svæðinu með vélar. Það dugði í smá tíma, en svo koma fuglarnir einn og einn í akurinn og fjöldinn fylgir á eftir. 
 
Okkur var ráðlagt að sá alveg út á skurðbakka svo fuglinn gæti síður lent þegar farið er að spretta. Einnig að hafa skjólbelti meðfram ökrunum. Reynslan sýnir að það dugar bara ekkert.“
 
Gríðarlegur fjöldi fugla
 
Þorsteinn segir að þegar korn fær að standa lengi fram á haust, eins og nú, þá bælist akurinn stundum á einstaka stað og þar lendi álftin oft í stórum hópum. Fuglinn fari síðan yfir akurinn og bæli hann allan niður og við því sé ekkert að gera.  Ekki megi nota ráð sem gætu hugsanlega dugað til að fæla álftina frá, eins og að skjóta hana. Viðkoman í gæsa- og álftastofnunum hefur verið mjög mikil undanfarin ár. Ekki er óalgengt orðið að sjá álftapar með fjóra til sex unga. Fjöldi fugla sem leita í akrana á haustin er því orðinn gríðarlegur.  
 
Menn búnir að gefast upp
 
„Menn eru bara búnir að gefast upp og ég heyri varla af nokkrum í kringum mig sem ætlar að sá korni næsta vor. Sumir kúabændur sem nota hálm sem undirlag í sínum fjósum, eru þó neyddir til að sá. Fyrir þá er það ekki spurning um kornið heldur hálminn sem er orðinn dýrmætari fyrir þessa bændur en kornið sjálft.“
 
Segir Markús að til að fá ódýrari hálm, þá séu menn að hugsa um að sá sandreyr. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...