Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. október 2022

Unnið að verndaráætlun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðitímabil rjúpu er frá 1. nóvember til 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags. Veiðar skulu hefjast á hádegi þá daga sem veiði er heimil og skal eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Unnið er að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Samdráttur í rjúpnastofninum

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár. Biðlar umhverfisráðherra til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi. Slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Þá hvetur ráðherra veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Friðlönd fyrir rjúpu

Hjá Umhverfisstofnun er unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.

Fyrir liggur tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð 2023.

Áætlunin mun einnig fjalla um gildi og hlutverk griðlanda við veiðistjórnun og mun framtíð griðlandsins á SV-landi koma þartil umfjöllunar og endurskoðunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur farið fram á að þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er og á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...