Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án þess að það fari fyrst fyrir Landsrétt.

Samkeppniseftirlitið leitaði eftir leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar, dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember. Forsaga málsins er sú að Samkeppniseftirlitið hafnaði beiðni Innnes ehf. um að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga á grundvelli undanþáguheimilda frá samkeppnislögum sem settar voru fyrr á árinu.

Málið fékk flýtimeðferð innan Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi hans er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi því dómurinn taldi undanþáguheimildina ekki hafa lagagildi því tildrög lagabreytingarinnar hafi strítt gegn stjórnarskránni. Dómurinn taldi að frumvarp, sem síðar varð að lögum, hafi aðeins fengið tvær umræður en ekki þrjár eins og áskilið er í stjórnarskránni.

Frá því undanþáguheimildirnar tóku gildi hefur Kaupfélag Skagfirðinga keypt Kjarnafæði Norðlenska og fyrir lá samþykkt kauptilboð kaupfélagsins í sláturhús B.Jensen þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Þá höfðu töluverðar breytingar verið fyrirhugaðar á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu á Norðurlandi.

Í ákvörðun Hæstaréttar frá 18. desember sl. segir að dómurinn geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun stjórnarskrárinnar og endurskoðunarvald dómstóla varðandi stjórnskipulegt gildi laga. Því veitti dómurinn leyfi til áfrýjunar beint til dómsins.

Hæstiréttur synjaði hins vegar fjórum málskots- beiðnum vegna sama máls. Kaupfélag Skagfirðinga, Búsæld, Neytendasamtökin og íslenska ríkið höfðu öll óskað eftir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í ákvörðun Hæstaréttar segir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að heimild kunni að standa til aukameðalgöngu aðilanna fyrir réttinum. Það verði hins vegar undir dómurum málsins í Hæstarétti komið.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f