Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án þess að það fari fyrst fyrir Landsrétt.

Samkeppniseftirlitið leitaði eftir leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar, dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember. Forsaga málsins er sú að Samkeppniseftirlitið hafnaði beiðni Innnes ehf. um að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga á grundvelli undanþáguheimilda frá samkeppnislögum sem settar voru fyrr á árinu.

Málið fékk flýtimeðferð innan Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi hans er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi því dómurinn taldi undanþáguheimildina ekki hafa lagagildi því tildrög lagabreytingarinnar hafi strítt gegn stjórnarskránni. Dómurinn taldi að frumvarp, sem síðar varð að lögum, hafi aðeins fengið tvær umræður en ekki þrjár eins og áskilið er í stjórnarskránni.

Frá því undanþáguheimildirnar tóku gildi hefur Kaupfélag Skagfirðinga keypt Kjarnafæði Norðlenska og fyrir lá samþykkt kauptilboð kaupfélagsins í sláturhús B.Jensen þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Þá höfðu töluverðar breytingar verið fyrirhugaðar á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu á Norðurlandi.

Í ákvörðun Hæstaréttar frá 18. desember sl. segir að dómurinn geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun stjórnarskrárinnar og endurskoðunarvald dómstóla varðandi stjórnskipulegt gildi laga. Því veitti dómurinn leyfi til áfrýjunar beint til dómsins.

Hæstiréttur synjaði hins vegar fjórum málskots- beiðnum vegna sama máls. Kaupfélag Skagfirðinga, Búsæld, Neytendasamtökin og íslenska ríkið höfðu öll óskað eftir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í ákvörðun Hæstaréttar segir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að heimild kunni að standa til aukameðalgöngu aðilanna fyrir réttinum. Það verði hins vegar undir dómurum málsins í Hæstarétti komið.

Skylt efni: kjötafurðastöðvar

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...