Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það sem upphaflega var lítið nudd varð að mikilli klessu út af því að fólkið gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegur staðurinn er þar sem stoppað var.
Það sem upphaflega var lítið nudd varð að mikilli klessu út af því að fólkið gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegur staðurinn er þar sem stoppað var.
Fréttir 11. september 2017

Umferðin og athyglisþjófarnir

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í mínu daglega starfi þvælist ég um nágrenni höfuðborgarsvæðisins ýmist á litlum sendibíl eða litlum vörubíl í vinnu sem kallast vegaaðstoð N1 og sinni ýmsum erindum í vegköntum og á bílaplönum.
 
Sama hvert er farið er umferðin að mínu mati komin töluvert yfir þau þolmörk sem vegakerfið þolir. Á nokkrum stöðum einfaldlega þori ég ekki að veita aðstoð nema að fá lögreglu í lið með mér með blá blikkandi ljós til að veita mér vernd svo að líf mitt sé ekki í stórhættu.
 
Ártúnsbrekka og Miklabraut eru þeir staðir sem ég hræðist mest því það er eins og að ökumönnum sé fyrirmunað að hægja aðeins á sér þegar þeir sjá gulblikkandi vinnuljósin á bílnum hjá mér. 
 
Fyrir nokkru þurfti maður aðstoð til að skipta um framdekk á vörubíl á Miklubrautinni á háannatíma. Með góðri aðstoð frá lögreglumanni á mótorhjóli sem lagði hjólinu fyrir aftan bílinn, gekk verkið fljótt og slysalaust fyrir sig.
 
Að verki loknu spurði bílstjórinn á vörubílnum mig hvort ég hafi tekið eftir því að nánast allir sem óku framhjá okkur hafi verið í símanum. Ýmist að taka myndir af okkur eða að skoða eitthvað í símanum á ferð. Ég svaraði að þessi símanotkun væri það sem skelfir mig mest af öllu í umferðinni.
 
Fyrir nokkrum dögum ók ég upp Ártúnsbrekkuna og sá lítið samstuð tveggja bíla, stoppuðu báðir bílarnir þarna í brekkunni. Mér var strax hugsað til þess að þarna má alls ekki stoppa og fimm mínútum seinna ók ég niður Ártúnsbrekkuna og það stóð heima, stór bíll hafði sett báða bílana hreint í „kássu“.  
 
Sama hvert farið er um landið eru ökumenn í símanum
 
Fyrir nokkru fór ég í ferðalag norður í land og lenti í svarta þoku í nágrenni Kröflu. Þá ók ég fram á jeppling sem sem var á um 20 kílómetra hraða, ljóslaus í þokunni að aftan. Í gegnum afturrúðuna sá ég að viðkomandi virtist vera að nota farsímann til að rata þarna í þokunni upp að Litla Víti. 
Við Litla Víti var svo ferðamaður á biluðum bíl og var að láta bílinn renna ljóslausan á gönguhraða niður að Kröflu. Mér fannst hreint með ólíkindum að ekki hafi orðið slys þarna. 
Eftir þessa lífsreynslu var mér hugsað til forvarna og löggæslu sem er allt of lítil, en ljósið í myrkrinu er að hjá tryggingafélaginu Sjóvá er verið að reyna að berjast í þessum málum. Þar virðast menn þó vera í nánast vonlausri baráttu við símanotkun bílstjóra.
Í samantekt úr nýjustu könnun um símanotkun undir stýri komu fram skuggalegar tölur um notkun síma.
Gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað síminn er mikill athyglisþjófur bílstjóra?
 
Alvarleg og almenn notkun snjallsíma undir stýri
 
Ég hafði samband við Sigurjón Andrésson sem sér um markaðsmál og forvarnir hjá Sjóvá og sendi hann mér eftirfarandi niðurstöður sem segja bara það að aðgerða er þörf.
 
83% framhaldsskólanema nota snjallsíma á meðan þeir keyra.
Þrjár af hverjum fjórum stelpum um tvítugt eru að „gúggla“ á meðan þær keyra.
Yfir helmingur 17–20 ára ökumanna sendir Snapchat undir stýri.
Þriðji hver bílstjóri um tvítugt er á Facebook undir stýri.
Fimmti hver strákur um tvítugt horfir á vídeó undir stýri.
Meira en helmingur bílstjóra á aldrinum 35–44 ára sendir, eða les skilaboð undir stýri.
Einn af hverjum þremur ökumönnum á aldrinum 25–34 ára skoðar samfélagsmiðla í akstri. 
90% bílstjóra á aldrinum 45–54 ára tala í símann undir stýri. 
40% ökumanna á aldrinum 25–34 ára stjórna tónlist í símanum þegar þeir keyra.
 
Þetta er eitthvað sem þarf að laga strax og þá þurfa allir að vera með í átakinu.
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...