Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Elín Jóna Traustadóttir og Margrét Gunnarsdóttir, eigendur hins nýja Ullarvers við Flúðir.
Elín Jóna Traustadóttir og Margrét Gunnarsdóttir, eigendur hins nýja Ullarvers við Flúðir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í Borgarási rétt við Flúðir í Hrunamannahreppi.

Þar er einnig verið að koma upp aðstöðu til að grunnvinna ull fyrir viðskiptavini og vinnuaðstöðu fyrir námskeiðahald og vinnustofur.

Eigendur Ullarversins eru Margrét Gunnarsdóttir á Ísabakka og Fjallaspuni ehf., sem er í eigu Elínar Jónu Traustadóttur í Tungufelli. Verslunin var opnuð laugardaginn 30. nóvember sl.

„Næsta verkefni er að að koma upp aðstöðu til námskeiðahalds tengdu ullarvinnslu, til dæmis námskeið í spuna, vefnaði, litun og þæfingu. Í þeirri aðstöðu verður einnig hægt að hafa vinnustofur þar sem fólk getur leigt sér tíma til að nýta aðstöðuna til sinnar vinnu tengt ullinni,“ segir Elín Jóna.

Nú er verið að vinna í öflun véla fyrir ullarvinnsluna sjálfa og er stefnt að því að Margrét og Elín Jóna geti unnið sína eigin ull í náinni framtíð í fyrirtæki sínu.

„Íslenska sauðkindin og ullin af henni er náttúrlega frábær og hefur bjargað lífi okkar Íslendinga í gegnum tíðina. Ullin hefur löngum verið vanmetin enda okkar mesta áskorun í framtíðinni er að ef sauðfé fækkar mikið meira í landinu en nú er, þá mun verða skortur á ull til vinnslu. Við erum spenntar að taka á móti gestum í Ullarverið og vonum að sem flestir sem eru á ferð um svæðið komi við að skoða aðstöðuna,“ segir Margrét.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...