Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 10. ágúst 2016

Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég geri lítið annað þessa dagana en svara símtölum frá bændum sem eru að velta fyrir sér hvað skuli gera, ég upplifi mig bara sem fjármálaráðgjafa,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, en Matvælastofnun, Mast, hefur auglýst uppboðsmarkað fyrir greiðslumark í mjólk þann 1. september næstkomandi og skulu tilboð hafa borist þangað eigi síðar en 25. ágúst næstkomandi.

Matvælastofnun vekur athygli á því að einungis er hægt að selja greiðslumark á septembermarkaðnum sem ekki hefur verið framleitt upp í á árinu. Eins er bent á að síðasti uppboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk verður 1. nóvember næstkomandi og þurfa tilboð vegna hans að hafa borist í síðasta lagi 26. október. Viðskipti á þeim markaði gilda fyrir greiðslumark árið 2017.

„Það var uppi nokkur óvissa með nóvembermarkaðinn, þ. e. hvort af honum gæti orðið, því hann gildir fyrir næsta ár og þá mun að öllum líkindum hafa tekið gildi nýr búvörusamningur. Nú er búið að skera úr um að sá markaður verður haldinn þannig að bændur geta hvort heldur sem er selt á þeim markaði eða keypt,“ segir Arnar.

Innlausnarskylda tekur við

Eftir áramót tekur við innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019.* Innlausn fer fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fær greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks. „Það breytist því í rauninni lítið, en gott fyrir bændur að hafa í huga að þessir tveir gluggar eru nú opnir, kvótamarkaðirnir í september og nóvember, og um að gera fyrir þá sem ætla sér að eiga viðskipti á þessum tveimur mörkuðum að hafa það í huga,“ segir Arnar.
Einkum á það við um þá sem ætla sér að hætta í greininni og vilja selja sitt greiðslumark, en jafnframt fyrir þá sem hyggjast bæta við sig greiðslumarki. „Tækifæri til að gera tilboð er þá núna á þessum tveimur síðustu kvótamörkuðum ársins,“ segir hann. Bændur eru að sögn Arnars mikið að velta vöngum þessa dagana, en aðstæður eru misjafnar eins og gengur og ekki allir á sömu leiðinni.
 

* Athugasemd ritstjóra: Í prentútgáfu Bændablaðsins var mistúlkað um innlausnarskyldu greiðslumarks þegar sagt var að ríkið muni innleysa greiðslumark "á sama verði og fékkst á kvótamarkaði áður". Hið rétta er, eins og segir í grein 3.5 í nýjum búvörusamningi: „Ríkið hefur innlausnarskyldu á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019. Innlausn fari fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fái greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks.“
 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...