Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 10. ágúst 2016

Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég geri lítið annað þessa dagana en svara símtölum frá bændum sem eru að velta fyrir sér hvað skuli gera, ég upplifi mig bara sem fjármálaráðgjafa,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, en Matvælastofnun, Mast, hefur auglýst uppboðsmarkað fyrir greiðslumark í mjólk þann 1. september næstkomandi og skulu tilboð hafa borist þangað eigi síðar en 25. ágúst næstkomandi.

Matvælastofnun vekur athygli á því að einungis er hægt að selja greiðslumark á septembermarkaðnum sem ekki hefur verið framleitt upp í á árinu. Eins er bent á að síðasti uppboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk verður 1. nóvember næstkomandi og þurfa tilboð vegna hans að hafa borist í síðasta lagi 26. október. Viðskipti á þeim markaði gilda fyrir greiðslumark árið 2017.

„Það var uppi nokkur óvissa með nóvembermarkaðinn, þ. e. hvort af honum gæti orðið, því hann gildir fyrir næsta ár og þá mun að öllum líkindum hafa tekið gildi nýr búvörusamningur. Nú er búið að skera úr um að sá markaður verður haldinn þannig að bændur geta hvort heldur sem er selt á þeim markaði eða keypt,“ segir Arnar.

Innlausnarskylda tekur við

Eftir áramót tekur við innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019.* Innlausn fer fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fær greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks. „Það breytist því í rauninni lítið, en gott fyrir bændur að hafa í huga að þessir tveir gluggar eru nú opnir, kvótamarkaðirnir í september og nóvember, og um að gera fyrir þá sem ætla sér að eiga viðskipti á þessum tveimur mörkuðum að hafa það í huga,“ segir Arnar.
Einkum á það við um þá sem ætla sér að hætta í greininni og vilja selja sitt greiðslumark, en jafnframt fyrir þá sem hyggjast bæta við sig greiðslumarki. „Tækifæri til að gera tilboð er þá núna á þessum tveimur síðustu kvótamörkuðum ársins,“ segir hann. Bændur eru að sögn Arnars mikið að velta vöngum þessa dagana, en aðstæður eru misjafnar eins og gengur og ekki allir á sömu leiðinni.
 

* Athugasemd ritstjóra: Í prentútgáfu Bændablaðsins var mistúlkað um innlausnarskyldu greiðslumarks þegar sagt var að ríkið muni innleysa greiðslumark "á sama verði og fékkst á kvótamarkaði áður". Hið rétta er, eins og segir í grein 3.5 í nýjum búvörusamningi: „Ríkið hefur innlausnarskyldu á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019. Innlausn fari fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fái greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks.“
 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...