Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 10. ágúst 2016

Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég geri lítið annað þessa dagana en svara símtölum frá bændum sem eru að velta fyrir sér hvað skuli gera, ég upplifi mig bara sem fjármálaráðgjafa,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, en Matvælastofnun, Mast, hefur auglýst uppboðsmarkað fyrir greiðslumark í mjólk þann 1. september næstkomandi og skulu tilboð hafa borist þangað eigi síðar en 25. ágúst næstkomandi.

Matvælastofnun vekur athygli á því að einungis er hægt að selja greiðslumark á septembermarkaðnum sem ekki hefur verið framleitt upp í á árinu. Eins er bent á að síðasti uppboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk verður 1. nóvember næstkomandi og þurfa tilboð vegna hans að hafa borist í síðasta lagi 26. október. Viðskipti á þeim markaði gilda fyrir greiðslumark árið 2017.

„Það var uppi nokkur óvissa með nóvembermarkaðinn, þ. e. hvort af honum gæti orðið, því hann gildir fyrir næsta ár og þá mun að öllum líkindum hafa tekið gildi nýr búvörusamningur. Nú er búið að skera úr um að sá markaður verður haldinn þannig að bændur geta hvort heldur sem er selt á þeim markaði eða keypt,“ segir Arnar.

Innlausnarskylda tekur við

Eftir áramót tekur við innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019.* Innlausn fer fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fær greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks. „Það breytist því í rauninni lítið, en gott fyrir bændur að hafa í huga að þessir tveir gluggar eru nú opnir, kvótamarkaðirnir í september og nóvember, og um að gera fyrir þá sem ætla sér að eiga viðskipti á þessum tveimur mörkuðum að hafa það í huga,“ segir Arnar.
Einkum á það við um þá sem ætla sér að hætta í greininni og vilja selja sitt greiðslumark, en jafnframt fyrir þá sem hyggjast bæta við sig greiðslumarki. „Tækifæri til að gera tilboð er þá núna á þessum tveimur síðustu kvótamörkuðum ársins,“ segir hann. Bændur eru að sögn Arnars mikið að velta vöngum þessa dagana, en aðstæður eru misjafnar eins og gengur og ekki allir á sömu leiðinni.
 

* Athugasemd ritstjóra: Í prentútgáfu Bændablaðsins var mistúlkað um innlausnarskyldu greiðslumarks þegar sagt var að ríkið muni innleysa greiðslumark "á sama verði og fékkst á kvótamarkaði áður". Hið rétta er, eins og segir í grein 3.5 í nýjum búvörusamningi: „Ríkið hefur innlausnarskyldu á greiðslumarki gagnvart þeim sem óska eftir henni á árunum 2017-2019. Innlausn fari fram með þeim hætti að greiðslumarkshafi fái greitt tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark (áður A-greiðslna) sem eftir eru. Matvælastofnun annast innlausn og sölu greiðslumarks.“
 

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...