Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tuttugu og þrjú þúsund sænskar hænur á búinu
Fréttir 24. apríl 2015

Tuttugu og þrjú þúsund sænskar hænur á búinu

Höfundur: Magnús Hlynir Hreiðarsson

Á Þórustöðum í Ölfusi er rekið öflugt hænsnabú á vegum Matfugls sem hóf starfsemi á staðnum í nóvember 2003. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Mosfellsbæ en þar er skrifstofa, mötuneyti, kjúklingasláturhús og vinnsla þar sem kjúklingurinn er hlutaður niður í bita og úrbeinaður.

Þar er einnig framleiðslueldhús þar sem framleiddar eru ýmsar vörur úr kjúklingi fyrir veitingastaði og mötuneyti, stór og smá. Á Þórustöðum eru fjögur hænsnahús, eitt uppeldishús og þrjú varphús. Þar búa um 23 þúsund fuglar og þar af eru um 2.000 hanar sem hafa í nógu að snúast. „Almennt gengur umhirða fuglanna vel, hér eru allar hænur í lausagöngu en Matfugl notar ekki búr við sína framleiðslu, hvorki fyrir varphænur eða kjúklinga. Þess má geta að Matfugl hóf fyrir nokkru framleiðslu á kjúklingum sem fá að fara út. Við köllum þennan kjúkling Vistfugl,“ segir Monika Pálsdóttir, bústjóri á Þórustöðum.

Fyrsta eggið um tuttugu og tveggja vikna aldurinn

Fuglarnir koma á Þórustaði þegar þeir eru orðnir átta vikna gamlir. „Hér fara þeir í uppeldishús þar sem þeir eru í tíu vikur. Í uppeldishúsunum er fuglunum skipt upp í hópa þannig að auðveldara sé að fylgjast með því hvernig þeir vaxa og dafna. Hænunum er skipt upp í fjóra hópa en hönunum í tvo,“ segir Monika.

Fuglarnir eru vigtaðir a.m.k. einu sinni í viku og síðan er unnið út frá vigtartölunum. Þeir þættir sem ráðast út frá þeim eru fóðrun, birtustig og daglengd. Í kringum 16. viku hefst kynþroskatímabilið hjá fuglunum og þeir breytast úr ungum í hænur/hana. Fyrir flutning í varphús þurfa fuglarnir helst að vera komnir í kjörþyngd, mjög mikilvægt er að þeir séu ekki of léttir en ekki er gott að þeir séu mikið of þungir heldur.

„Við nítján vikna aldurinn eru fuglarnir fluttir úr uppeldishúsinu í eitt af þremur varphúsunum hér á Þórustöðum eða í Árver við Dalvík sem er líka í eigu Matfugls. Þegar þeir eru komnir í varphúsin hefst enn þá nákvæmara samspil með vigtun, fóðrun, daglengd og birtustig. Þarna er farið að líða að varptímabilinu.

Algengast er að sjá fyrsta eggið um tuttugu og tveggja vikna aldurinn. Þegar 5% af hænunum í húsinu eru byrjaðar að verpa eggjum er fóðrun hópsins stýrt út frá varpprósentu auk þyngdar fuglanna. Hér skipta vinnubrögð og nákvæmni starfsmanna miklu máli um framvindu hópsins.

Um 29 vikna aldurinn er varpið oftast búið að ná hámarki og stjórnast fóðrun alveg af því. Svona er þetta áframhaldandi samspil út tímabilið. Líftími stofnhænu er um 60 vikur,“ segir Monika.

Unnið alla daga ársins

Vinnudagurinn byrjar að öllu jöfnu klukkan átta á Þórustöðum. Þá mæta fjórir starfsmenn til daglegra starfa, um helgar eru þeir tveir.

„Hér er unnið alla daga allt árið um kring eins og í svo mörgum öðrum landbúnaðarstörfum. Dagleg störf hér eru eggjatínsla og flokkun sem og dagleg umhirða í hænuhúsunum. Eggin koma á færibandi inn í eggjatínslurýmið þar sem þeim er raðað í útungunargrindur.

Færibandið er staðsett undir hreiðurkössunum sem hænurnar verpa í en eggin rúlla úr hreiðrunum inn á bandið. Bandið er sett í gang tvisvar sinnum á dag. Eggin eru geymd í sérstökum eggjageymslum þar sem hita- og rakastig er haft þannig að fóstrin í eggjunum varðveitist sem best. Einu sinni til tvisvar í viku eru egg sótt á búið og farið með þau í útungunarstöð Matfugls sem staðsett er á Kjalarnesi,“ segir Monika þegar hún var spurð hvernig vinnudagurinn í búinu væri. Á stofnbúi eru strangar umgengnisreglur og hreinlæti starfsmanna skiptir miklu máli.

Hænurnar frá Svíþjóð

Hænurnar á Þórustöðum eru fluttar inn sem egg frá Svíþjóð. Fluttur er inn nýr stofn fjórum sinnum á ári. Eggjunum er ungað út í einangrunarstöð og ungarnir síðan fluttir á fyrsta degi í einangrunarbú þar sem þeir eru í 8 vikur.

„Áður en ungarnir fá að koma hingað á Þórustaði eru tekin sýni úr þeim og send til rannsóknar í Svíþjóð. Þar er skimað fyrir flestum þekktum fuglasjúkdómum og er þetta gert til að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist til landsins. Sem betur fer hefur það ekki enn komið fyrir hjá okkur að sjúkdómur hafi greinst í þessum sýnum en ef slíkt kæmi upp á þyrfti að farga öllum fuglum í hópnum,“ segir Monika. Matfugl rekur einangrunarútungunarstöð í Þorlákshöfn sem eingöngu er notuð til útungunar á stofnfugla- eggjunum frá Svíþjóð. Litlu gulu hnoðrarnir fara því næst í sóttkví á einangrunarbú og eru þar í átta vikur eða þar til sóttkví er aflétt eftir að niðurstöður sjúkdómaskimunar liggur fyrir.

Hænur eru bráðgáfaðar

Þegar blaðamaður heimsótti búið á Þórustöðum tók hann eftir hvað fuglarnir voru rólegir og hvað þeim leið vel í húsunum.

„Samviskusemi og nákvæmni starfsmanna svo og alúð við dýrin skilar sér vel í rekstri búsins. Með rólegri umgengni um hænuhúsin verða fuglarnir rólegir og er því oft eins og maður sé bara einn af hópnum,“ segir Monika þegar hún var spurð út í þetta atriði. Hún segir margt skemmtilegt við vinnuna því það sé verið að fylgjast með árangri, engir tveir fuglahópar séu eins.

„Hænur eru bráðgáfaðar og getur verið alveg bráðskemmtilegt að fylgjast með atferli þeirra. Þær geta verið með heilu leikþættina,“ segir Monika og tekur fram að hún hafi kynnst mikið af góðu fólki í vinnu sinni og í dag sé hún einstaklega heppin með starfsfélaga.“

Vinnuandinn er oftast mjög léttur á staðnum, ég er bara ein af hópnum og meðan allir sinna því sem þeir eiga að gera er þetta gott. Ég er með úrvals fólk hjá mér núna og gerum við oft eitthvað skemmtilegt saman utan vinnu,“ segir bústjórinn á Þórustöðum.

Skylt efni: Kjúklingar | hænur | Þórustaðir

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Frekari fækkun sláturgripa
12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum