Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tryggja þarf nýliðun
Fréttir 8. september 2022

Tryggja þarf nýliðun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fæðuöryggi Íslendinga byggist á því að ungt fólk vilji leggja fyrir sig búskap og bújarðir haldist í byggð.

Meðalaldur starfandi bænda er rétt undir 60 árum og erfitt fyrir ungt fólk að taka við keflinu. Lág afkoma og hár stofnkostnaður verður til þess að fólk leitar í önnur störf. Þrúgandi skattbyrði við sölu á bújörðum verður til þess að framleiðsluréttur og búpeningur er seldur í burtu.

Á jörðum þar sem búskapur hefur verið felldur niður er ólíklegt að nýir aðilar endurreisi matvælaframleiðslu vegna kostnaðar.

„Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða.

Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að,“ segir Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda. Það er undir stjórnvöldum komið hvort hlúa eigi að ungu fólki sem vill stunda búskap. Ekki dugar að lækka þröskuldinn við að kaupa bújarðir, heldur þurfa tekjumöguleikar og félagslegt umhverfi að vera eftirsóknarvert.

Íslendingar þurfa að hafa aðgang að hollum og góðum matvælum sem framleidd eru í nálægð við neytendur. Innlenda landbúnaðarframleiðslu er ekki hægt að reisa við á einni nóttu ef kreppir að. Því er nauðsynlegt að greinin standi alltaf á traustum grunni.

– Sjá nánar á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: nýliðun

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...