Sauðfjárbændur vilja ljúka endurskoðun reglugerðar um sauðfjársjúkdóma hið snarasta.
Sauðfjárbændur vilja ljúka endurskoðun reglugerðar um sauðfjársjúkdóma hið snarasta.
Mynd / smh
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðnu búgreinaþingi að beina því til ráðuneytis landbúnaðarmála að ljúka hið snarasta endurskoðun reglugerðar um sauðfjársjúkdóma.

Tryggja þurfi að gripir sem hafa verið greindir með verndandi arfgerð gegn riðu verði ekki skornir niður í hjörðum þar sem riða kemur upp, eins og þekkt er erlendis.

Tillagan barst úr fagnefnd þingfulltrúa og við kynningu á henni kom fram að jákvæð viðbrögð hefðu fengist úr ráðuneytinu við þessum hugmyndum.

Ráðuneytið hefur haft tillögur frá Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni að nýjum reglum frá því í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli.

Gimsteinn frá Þernunesi er með ARR-arfgerð, sem er viðurkennd verndandi gegn riðusmiti. Hann var næstvinsælasti sæðingahrútur sæðingastöðvanna í síðustu vertíð. Mynd/Eyþór Einarsson.

Von á fjölda lamba í vor með verndandi arfgerð

Í Bændablaðinu í október var fjallað um málið í samhengi við undanþáguheimild sem Matvælastofnun fékk til að gefa út leyfi fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum, með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti, yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Þá fengust þau svör úr ráðuneytinu um breytingartillögur yfirdýralæknis að þær hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur“, sagði þá í svarinu úr ráðuneytinu.

Mikið ræktunarstarf hefur síðan verið unnið og von er á þúsundum lamba í vor þar sem líkur eru á að beri ýmist verndandi arfgerðir eða mögulega verndandi arfgerðir. Samkvæmt núverandi reglugerð verður að skera niður allt fé í hjörðum þar sem riða kemur upp. Í nýlegu svari ráðuneytisins um stöðu málsins kemur fram að ráðuneytið vinni nú að því í samvinnu við yfirdýralækni. Búast megi við breytingum á reglum þar sem tekið verður tillit til þessara hagsmuna.

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...