Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Selaskoðun. Mynd / Selasetrið á Hvammstanga.
Selaskoðun. Mynd / Selasetrið á Hvammstanga.
Fréttir 5. febrúar 2015

Truflun vegna ferðamanna gerir selina styggari

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Selir sýna aukna árvekni þegar ferðamenn eru í námunda við þá og hefur það áhrif á útbreiðslu þeirra. Sú niðurstaða kom fram í rannsókn á áhrifum selaskoðunar á hegðun og útbreiðslu landsela. 
 
Um þá rannsókn, sem og aðra um tengt efni, má lesa í greinum sem nýverið voru birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum. Fyrsti höfundur beggja greinanna er Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins.  Í greinunum er greint frá rannsóknum sem hún stýrir og snúa að  samspili landsela og ferðamanna á Vatnsnesi á Norðurlandi vestra.
 
Náttúrutengd ferðaþjónusta er ört vaxandi grein innan ferðamálaiðnaðarins. Fram kemur í tilkynningu frá Selasetrinu að mikilvægt sé að stuðla að jafnvægi á milli náttúruverndunar og rétts ferðamanna og hagsmunaaðila til að nýta náttúruna sem auðlind. Fyrri greinin, sem heitir The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland, birtist í Applied Animal Behaviour Science og er meðhöfundur Söndru þar Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsókn þeirra var áhrif selaskoðunar á hegðun og útbreiðslu landsela könnuð. Hegðun ferðamanna meðan á selaskoðun stendur var einnig könnuð. 
 
Teknar verði upp reglur um hegðun á skoðunarstað
 
Niðurstöður sýna að truflun vegna viðveru ferðamanna leiddi af sér aukna árvekni sela og hafði áhrif á útbreiðslu þeirra. Í ljós kom einnig að hegðun ferðamanna skiptir máli og hægt er að draga úr truflun sem selurinn verður fyrir ef ferðamenn eru á rólegum nótum á selaskoðunarstaðnum. Gerð ferðamannahópa, þ.e. hvort um er að ræða staka ferðamenn, pör, fjölskyldur eða hópa, hafði áhrif á hegðun, en stakir ferðamenn og pör voru að því er fram kemur í rannsókninni rólegri heldur en fjölskyldur og hópar. Í greininni er lagt til að hægt sé að lágmarka þau áhrif sem ferðamennska hefur á seli með því að taka upp reglur um hegðun á skoðunarstað, þar sem æskileg hegðun í návist villtra dýra sé útskýrð. 
 
Óbein truflandi áhrif á villt dýr
 
Erfiðleikar við yfirfærslu  á  kunnáttu frá akademíunni yfir til ferðamannaiðnaðar, ásamt skorti á þverfaglegu samstarfi þegar kemur að því að stjórna náttúrutengdri ferðaþjónustu, gæti haft óbein truflandi áhrif á villt dýr. Í vísindagrein sem birtist í lok síðasta árs í vísindaritinu Journal for Cleaner Production, sem heitir Who´s watching who? -An interdisciplinary approach to studying seal watching tourism in Iceland, er fjallað um samstarf á milli líffræðinga og ferðamálafræðinga, ávinninginn af þverfaglegum rannsóknum og mikilvægi þess að taka tillit til rannsóknarniðurstaðna beggja greinanna þegar kemur að stjórn á ferðamennsku tengdri villtum dýrum. Aðferð er kynnt, þar sem hagnýting og vörn villtrar náttúru skipar jafn mikilvægan sess, þegar markmiðið er að skapa sjálfbært samspil á milli ferðamannaiðnaðar og villtrar náttúru. Meðhöfundur Söndru er Per-Åke Nilsson sem starfar við Mitt Universitetet í Östersund, Svíþjóð. 

Skylt efni: ferðaþjónusta | selir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...