Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Trjárækt áhrifaríkust í baráttunni
Fréttir 12. júlí 2019

Trjárækt áhrifaríkust í baráttunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að hægt sé að planta trjám á svæðum í heiminum sem eru samanlagt jafnstór og Bandaríki Norður-Ameríku og að ef slíkt yrði gert mundi það hafa afgerandi áhrif í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hamfarahlýnun þeim samhliða.

Rannsóknir sýna að hentug svæði til trjáræktar í heiminum  eru mun fleiri og stærri en hingað til hefur verið talið og að ef þau væru nýtt mundi kolefnisbinding trjánna draga úr kolefni í andrúmsloftinu um að minnsta kosti 25%. Aðstandendur rannsóknanna segja að það að planta trjám sé langbesta og áhrifaríkasta leiðin til að draga úr loftslagsbreytingum og um leið sú fljótlegasta.

Samkvæmt því sem talsmenn eins af þeim fjölmörgu fjölþjóðlegu ráðum og nefndum sem fjalla um loftslagsmál segja er besta leiðin til að takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5° á Celsíus til ársins 2050 að gróðursetja tré á einn milljarð hektara lands til viðbótar því sem nú er.
Gríðarleg binding með trjárækt

Vísindamenn í Sviss hafa með hjálp loftmynda kortlagt stóran hluta skóga í heiminum og um leið áætla hvaða svæði eru hentug til skóga og trjáræktar í heiminum. Samkvæmt þeirra útreikningum er hægt að rækta skóg á um 0,9 milljarða hektara landbúnaðarlands og í borgum og samanlagt ættu þau tré að binda um 200 gígatonn af koltvísýringi á ári. Það magn er um 2/3 af því magni koltvísýrings sem losnað hefur út í andrúmsloftið frá upphafi iðnbyltingarinnar og um fjórðungur alls kolefnis í andrúmsloftinu í dag.

Möguleg skógrækt eftir landsvæðum

Mestir eru möguleikarnir á nýræktun skóga í Rússlandi, eða um 151 milljón hektarar, í Bandaríkjum Norður-Ameríku 103 milljón hektarar, 78 milljón í Kanada, 58 milljón í Ástralíu og 40 milljón hektara í Kína.

Í skýrslunni segir að á sama tíma og hugað sé að nýskógrækt sé ekki síður nauðsynlegt að vernda og hlúa að eldri skógum.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f