Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Trjárækt áhrifaríkust í baráttunni
Fréttir 12. júlí 2019

Trjárækt áhrifaríkust í baráttunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að hægt sé að planta trjám á svæðum í heiminum sem eru samanlagt jafnstór og Bandaríki Norður-Ameríku og að ef slíkt yrði gert mundi það hafa afgerandi áhrif í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hamfarahlýnun þeim samhliða.

Rannsóknir sýna að hentug svæði til trjáræktar í heiminum  eru mun fleiri og stærri en hingað til hefur verið talið og að ef þau væru nýtt mundi kolefnisbinding trjánna draga úr kolefni í andrúmsloftinu um að minnsta kosti 25%. Aðstandendur rannsóknanna segja að það að planta trjám sé langbesta og áhrifaríkasta leiðin til að draga úr loftslagsbreytingum og um leið sú fljótlegasta.

Samkvæmt því sem talsmenn eins af þeim fjölmörgu fjölþjóðlegu ráðum og nefndum sem fjalla um loftslagsmál segja er besta leiðin til að takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5° á Celsíus til ársins 2050 að gróðursetja tré á einn milljarð hektara lands til viðbótar því sem nú er.
Gríðarleg binding með trjárækt

Vísindamenn í Sviss hafa með hjálp loftmynda kortlagt stóran hluta skóga í heiminum og um leið áætla hvaða svæði eru hentug til skóga og trjáræktar í heiminum. Samkvæmt þeirra útreikningum er hægt að rækta skóg á um 0,9 milljarða hektara landbúnaðarlands og í borgum og samanlagt ættu þau tré að binda um 200 gígatonn af koltvísýringi á ári. Það magn er um 2/3 af því magni koltvísýrings sem losnað hefur út í andrúmsloftið frá upphafi iðnbyltingarinnar og um fjórðungur alls kolefnis í andrúmsloftinu í dag.

Möguleg skógrækt eftir landsvæðum

Mestir eru möguleikarnir á nýræktun skóga í Rússlandi, eða um 151 milljón hektarar, í Bandaríkjum Norður-Ameríku 103 milljón hektarar, 78 milljón í Kanada, 58 milljón í Ástralíu og 40 milljón hektara í Kína.

Í skýrslunni segir að á sama tíma og hugað sé að nýskógrækt sé ekki síður nauðsynlegt að vernda og hlúa að eldri skógum.
 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...