Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Fréttir 1. mars 2021

Töluverðar líkur á að nýtt afbrigði fuglaflensu berist til Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérfræðingahópur um fuglaflensu, sem í eiga sæti fulltrúar Matvæla­stofn­unar, Tilrauna­stöðvar HÍ að Keldum og Háskóla Íslands, fylgist vel með þróun fuglaflensu í heim­inum og þá sérstaklega á vetrar- og viðkomu­stöðum íslenskra farfugla.

Auður Lilja Arnþórs­dóttir, sérgreina­dýralæknir smitsjúkdóma og faralds­fræði hjá Mast, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins um möguleikann á að nýtt afbrigði fuglaflensu H5N8 berist til Íslands.
„Hópurinn álítur að töluverðar líkur séu á að hið alvarlega afbrigði veirunnar, sem nú er mest um í Evrópu, berist til landsins með villtum fuglum á næstu mánuðum, að óbreyttu.“

Í íslenskum álftum á Írlandi

„Matið er meðal annars byggt á því að veiran greindist fyrr í vetur í íslenskum álftum sem hafa vetursetu á Írlandi. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur hér á landi geri ráðstafanir til að verja fuglana sína fyrir smiti frá villtum fuglum. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi þarf að grípa til niðurskurðar á öllum fuglum á viðkomandi stað og gera sérstakar ráðstafanir um vöktun og sóttvarnir á stóru svæði umhverfis hann og aðra staði sem honum eru tengdir.“

Auður segir að afleiðingar fugla­flensu á alifuglabúum séu mjög alvarlegar og því mikils um vert að koma í veg fyrir að smit berist inn á þau.

Ítarlegar upplýsingar um fugla­flensu og mikilvægustu sótt­varnir er að finna á vef Matvæla­stofnunar. Fuglaeigendur eru hvattir til að tilkynna Matvæla­stofnun ef þeir verða varir við grunsamleg veikindi eða aukin dauðsföll meðal fuglanna. Jafnframt er almenningur beðinn um að tilkynna til stofnunarinnar ef villtir fuglar finnast dauðir, nema ef augljóst er að þeir hafi drepist af slysförum.


Tilkynningar má skrá sem ábendingu á vef Matvælastofnunar, www.mast.is, hringja í síma 530-4800 eða senda tölvupóst á mast@mast.is.

– Sjá nánar í fréttaskýringu um fuglaflensuna á bls. 20 í Bændablaðinu.

Skylt efni: Mast fuglaflensa

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...