Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tölur MAST um minkaeldi á skjön við upplýsingar úr greininni
Fréttir 15. september 2014

Tölur MAST um minkaeldi á skjön við upplýsingar úr greininni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Loðdýraræktin hefur verið í örum vexti á Íslandi undanfarin ár og þykir uppbyggingin hér á landi til mikillar fyrirmyndar í greininni á heimsvísu. Þá hefur greinin verið að skila Íslendingum umtalsverðum gjaldeyristekjum.
Þá er það ekki bara eldið sjálft sem er að skapa Íslendingum gjaldeyristekjur, því talsverðar tekjur fást einnig af sölu á minkafóðri sem selt er héðan til Danmerkur.

Tölum MAST ber ekki saman við tölur minkabænda

Í nýjum tölum MAST kemur fram að loðdýraeldið samanstendur að langmestu leyti af eldi á mink. Þar hefur fjöldinn á minkalæðum og högnum aukist úr 40.178 dýrum, árið 2012 í 64.484 dýr árið 2013. Samkvæmt samtölum við forsvarsmenn í minkaeldinu standast þessar tölur MAST hins vegar alls ekki.

Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir að þótt met hafi verið sett í ásetningu á læðum í fyrrahaust þá hafi þær ekki verið „nema“ 45 þúsund talsins. Ef högnar séu taldir með þá séu þetta í mesta lagi 55 þúsund dýr, en ekki  ríflega 64 þúsund eins og MAST haldi fram. Þá hafi fengist um 190 þúsund hvolpar. Í heild séu dýrin því um 245 þúsund sem er reyndar algjört met í þessari grein.

Verðlækkun á skinnum en von um að jafnvægi sé að nást

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu, en eins og kunnugt er hefur verð á minkaskinnum hríðfallið frá því í fyrrahaust. Íslenskir minkabændur hafa á undanförnum árum átt næstdýrustu minkaskinnin á markaðnum á eftir Dönum. Fjölmargir nýir framleiðendur hafa komið inn í greininna á undanförnum árum og þá einkum í Asíu. Það hefur m.a. valdið því mikla verðfalli sem orðið hefur og vonast menn nú til að jafnvægi fari að nást. Skinnauppboð stendur nú yfir hjá Kobenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Sala gengur vel og skinnaverð virðist lofa góðu.

Langflestir minkar eru á Suðurlandi samkvæmt tölum MAST, sem greinilega verður að taka með nokkrum fyrirvara. Þar fjölgaði dýrum úr 19.912 árið 2012 í 40.070 árið 2013. Næst kemur Norðurland vestra sem var með 16.360 dýr árið 2012, eða álíka og Suðurland, en þeim fækkaði þar í 15.340 dýr árið 2013.

Austurland taldist vera með 30.932 dýr árið 2013 og Reykjanessvæðið með 3.102 dýr.

Refaræktin lognaðist út af

Talsverð refarækt var á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar og fór mest í 21.480 dýr á árinu 1986. Síðan féll refaeldið hratt og leið að heita má undir lok árið 2006. Á árinu 2013 voru samt 4 eldisrefir í landinu samkvæmt tölum MAST.

Kanínueldi aftur á uppleið

Þriðja loðdýraeldisgreinin á Íslandi er kanínueldi. Talsvert var um slíkt eldi á árum áður og þannig voru 3.259 eldiskanínur á landinu árið 1988. Á síðasta ári voru eldiskanínurnar hins vegar taldar vera 276. Þeim mun þó vera að fjölga nokkuð hratt m.a. vegna ræktunar á eldiskanínum hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum  í Húnaþingi vestra. Þar er Birgit Kositzke að byggja upp eldi á kanínum, einkum til kjötframleiðslu, sem væntanlega verður byrjað að markaðssetja nú fyrir jólin. 

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...