Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tölum um mat
Skoðun 12. september 2019

Tölum um mat

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands, gst@bondi.is

Við erum svo heppin flest að hafa gott aðgengi að mat og geta valið fjölbreytta fæðu – eða hvað? Eiga allir gott aðgengi að mat og getum við í raun og veru valið hvað við viljum borða? Þurfum við ekki að vera duglegri að tala um mat og hvernig við viljum sjá matvælaframleiðslu og matvælaneyslu þróast á Íslandi?

Í kjölfarið á þessari umræðu gæti fylgt aukin vitundarvakning hjá okkur öllum sem leiðir af sér fjölbreyttari framleiðslu matvæla í Íslandi með betri merkingum og meira úrvali. Við hljótum öll að stefna í átt að sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari neyslu en til þess verðum við að taka afstöðu til hvernig matarlandslag við ætlum okkur að búa við.

Aukinn innflutningur á mat til landsins vekur marga til umhugsunar. Nýjar fæðutegundir, sem ekki eru framleiddar hérlendis, skjóta upp kollinum og baráttan um hilluplássið í verslununum er býsna hörð.

Stundum er því fleygt að innkaupastjórar stærstu matvælakeðjanna séu þeir sem ráði mestu um það sem við borðum. Það skiptir miklu máli hvar vörum er stillt fram í verslunum og hversu mikið þær eru auglýstar. Neytandinn tekur þó alltaf lokaákvörðun um kaupin en valið takmarkast auðvitað við það sem er í boði hverju sinni.

Opinberir aðilar geta slegið tóninn

Innkaupastefna hins opinbera, þeirra sem fjármagnaðir eru með sköttum almennings, getur skipt sköpum og haft áhrif á það sem framleitt er af mat hér heima. Hér er m.a. átt við skólastofnanir, spítala og aðra stóra vinnustaði. Sveitarfélögin eru nú þegar byrjuð að setja fram stefnu hvað varðar matarinnkaup og mötuneyti og er það vel. Matarstefna Reykjavíkurborgar var mjög í umræðunni núna nýverið. Þar hlaut mesta umfjöllun frétt um minnkun kjötneyslu í mötuneytum grunnskóla Reykjavíkur þar sem vægi grænmetisfæðis skyldi aukið. Þar var margt sem vakti athygli, m.a. það hvernig við tölum um mat og út frá hvaða sjónarhornum við horfum á gæði matvörunnar. Öll höfum við skoðanir á mat, gæðum hans og gildi. Í umræðunni, sem einkenndist helst af því hvers konar mataræði væri hentugt til að sporna við hamfarahlýnun, urðu börnin að einhverju leyti út undan. Minna var rætt um hvað væri á boðstólum í dag og hverjar þarfir barnanna væru. Sumir foreldrar eru í mötuneytum í sinni vinnu og því er kvöldverðurinn oft léttur. Í því ljósi skiptir verulegu máli hvað það er sem börnin fá að borða í skólanum. Eins hefur efnahagur foreldra haft sitt að segja um fæðuframboð á heimilum og þá er gott að vita af kjarngóðum og hollum skólamat.

Góður, hollur og næringarríkur matur fyrir alla

Í umræðunni um skólamatinn á dögunum var minnst á mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur. Samt fór lítið fyrir samanburði á kolefnispori innlendrar búfjárframleiðslu og kolefnisspori innfluttrar fæðu. Að mörgu leyti er matvælastefna borgarinnar metnaðarfull en í henni er m.a. fjallað um það að matur sé eldaður á staðnum og úr heilnæmu hráefni sem kemur sem stysta vegalengd frá framleiðslustað. Þar er jafnframt talað um aðgengi að hollum mat sem uppfyllir næringarviðmið og sé í senn góður og heilnæmur. Þarna erum við alveg að tala saman, þetta hljómar eins og eitthvað sem við öll viljum. Að eiga aðgengi að góðum, hollum og næringarríkum mat fyrir alla.

Merkingar á matvælum eru stórt hagsmunamál

Samráðshópur um betri merkingar matvæla er að störfum á vegum atvinnuvegaráðuneytisins en hlutverk hans er að finna leiðir til að bæta merkingar á matvælum þannig að hægt sé að sjá upplýsingar um uppruna vöru, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif svo dæmi séu tekin. Þetta er mjög mikilvægt því að sjálfsögðu eigum við öll rétt á því að geta séð á einfaldan og öruggan hátt hvaðan varan sem við erum að versla kemur og við hvaða aðstæður hún er framleidd. Upplýsingar um lyfjanotkun og umhverfisáhrif eru síðan eitthvað sem neytandinn hefur val um hvort hafi áhrif á það hvaða vöru hann velur. Sambærilegar upplýsingar eiga að vera til staðar þegar við borðum matvöru framreidda í veitingahúsum eða mötuneytum. Við eigum alls staðar rétt á því að vera upplýst og geta tekið meðvitaðar ákvarðanir.

Við getum framleitt meiri mat

Við höfum tækifæri til að framleiða meiri og fjölbreyttari matvöru á Íslandi en nú er gert. Mikil þekking og reynsla er t.d. fyrir hendi í ylrækt á Íslandi. Hreint vatn og orkuauðlindir gera það að verkum að þrátt fyrir langa og kalda vetur höfum við möguleika á að rækta mun meira grænmeti hér en nú er gert. Til þess að það sé gerlegt þarf þó að gera umhverfið þannig að það sé framkvæmanlegt.

Lífræn ræktun er til þess að gera lítil og þar eru sannarlega sóknarfæri í öllum greinum. Við eigum fjöldamörg tækifæri til að efla og auka framleiðslu á heilnæmri, hollri og góðri íslenskri matvöru. Ef allir leggjast á eitt, framleiðendur, neytendur og þeir sem marka matvælastefnu þjóðarinnar, eru okkur allir vegir færir.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...