Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Mynd / egh
Fréttir 15. mars 2022

Tollvernd getur stutt við íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands fundaði í fyrsta sinn á Búgreinaþingi 3. mars síðastliðinn. Á fundinum ræddu félagar deildarinnar helstu málefni greinarinnar.

Í stjórn deildarinnar voru kosin Guðmundur Svavarsson, formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að stofnuð hafi verið deild kjúklingabænda innan Bændasamtakanna verði Félag kjúklingabænda áfram til með starfsemi í algjöru lágmarki. „BÍ hefur tekið yfir allan daglegan rekstur og hagsmunagæslu fyrir búgreinina. Fram til þessa hafi það gengið mjög vel og félagsmenn bindi miklar vonir um góða samstöðu og aukinn slagkraft til framtíðar af hálfu BÍ, eftir breytingar á félagskerfinu. Hagsmunir allra bænda óháð búgrein fari saman og þeim sé best borgið innan BÍ.“

Samhljómur um tollavernd

Guðmundur segir að meðal þess sem rætt var á fundinum sé stefnu­mörkun fyrir Bændasamtök Íslands, samþykktir fyrir deild kjúklingabænda og tollvernd sem við teljum að geti stutt við íslenskan landbúnað.

„Við vorum sammála um að það hafi verið samhljómur í ávarpi formanns Bændasamtakanna og þess sem Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði sérstaklega hvað varðar tollamálin.“

Auka þarf menntun tengda alifuglabúskap

„Eitt af því sem við ræddum á þinginu er menntun í alifuglabúskap eða öllu heldur skortur á henni og við hvetjum eindregið til að vægi hennar verði aukið í menntun búfræðinga. Þá teljum við brýnt að Landbúnaðarháskólinn bjóði upp á námskeið sem nýst geta greininni,“ segir Guðmundur.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­­ar kjúklingabænda eru Jón Magnús Jónsson og Eydís Rós Eyglóardóttir.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...