Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollvernd á kartöflur efld
Fréttir 19. desember 2023

Tollvernd á kartöflur efld

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hafa Norðmenn breytt frá föstu innflutningsgjaldi fyrir hvert kíló kartaflna.

Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjørn Gimming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur Gimming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins.

Gagnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. Geir Pollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð.

Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu.

Skylt efni: Kartöflur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...