Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Mynd / Sveinn Sigurmundsson
Fréttir 20. september 2018

Tólf Angus kálfar fæddir á Stóra-Ármóti í einangrunarstöð NautÍs

Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson
Nú eru allar ellefu kýrnar bornar sem Angus fósturvísar frá Noregi voru settir upp í undir lok síðasta árs. Ein kýrin var tvíkelfd og hafa þær því skilað tólf lifandi kálfum; sjö kvígum og fimm nautum. Burðirnir hafa almennt gengið mjög vel fyrir sig og án aðstoðar, þó hefur bústjóri veitt nokkra burðarhjálp í eitt skipti og næstsíðasti kálfurinn kom aftur á bak og þurfti aðstoð dýralæknis til að koma honum í heiminn. Sá var einnig þeirra þyngstur, 48 kg, sá léttasti var 29 kg (annar tvíkelfingurinn).
 
Tveir feður og fjórir móðurfeður
 
Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru allir kálfarnir, utan einn, undan nautinu 74039 Li‘s Great Tigre, eitt naut er undan 74033 First Boyd fra Li, Draumur 0009. Móðurfeðurnir eru fjórir. Þar sem Draumur er óskyldur öllum kvíguhópnum, opnar það fyrir möguleika á að búa til fósturvísa á stöðinni og dreifa þeim til bænda á næstu misserum. Þá er gert ráð fyrir að tekið verði sæði úr nautunum, því dreift með hefðbundnum hætti og þau síðan seld til bænda. Fyrirkomulag sölunnar hefur ekki verið ákveðið en í Noregi eru kynbótanautin seld bændum á uppboði. Allt byggir þetta á því að gripirnir standist þær heilbrigðiskröfur sem gerðar eru. 
 
 
Stefnt er að því að halda kvígunum eftir og nýta þær til að byggja upp hreinræktaða Angus hjörð á stöðinni. Í fyllingu tímans verði þær sæddar með innfluttu sæði úr reyndum úrvalsnautum, sem er margfalt ódýrara en að flytja inn fósturvísa; sæðisskammtur kostar 4–5.000 kr en fósturvísir 160.000 kr.   
 
Sett upp í 38 kýr á næstu dögum
 
Fósturvísar undan nautinu 74029 Horgen Erie misfórust allir í síðustu uppsetningu, en gerð verður önnur tilraun með hann í haust en í ágúst sl. komu 12 nýir fósturvísar undan honum hingað til lands. Þá komu einnig 13 fósturvísar undan 74043 Hovin Hauk, sem er nýr. Í sendingunni voru einnig 13 fósturvísar undan 74029 Li‘s Great Tigre sem teknir voru í fyrra en ein kvígan sem skoluð var þá og hann var notaður á, 1614 Lara av Høystad, gaf 20 nothæfa fósturvísa, 9 voru fluttir hingað í fyrra og skiluðu þeir fimm lifandi fæddum kálfum. Keyptar hafa verið 38 kýr og verða fósturvísar settir upp í fyrri hluta hópsins á allra næstu dögum og síðari hlutann um næstu mánaðamót. Gangi allt að óskum, koma 15-20 kálfar í heiminn í stöðinni næsta sumar.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...