Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Mynd / Sveinn Sigurmundsson
Fréttir 20. september 2018

Tólf Angus kálfar fæddir á Stóra-Ármóti í einangrunarstöð NautÍs

Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson
Nú eru allar ellefu kýrnar bornar sem Angus fósturvísar frá Noregi voru settir upp í undir lok síðasta árs. Ein kýrin var tvíkelfd og hafa þær því skilað tólf lifandi kálfum; sjö kvígum og fimm nautum. Burðirnir hafa almennt gengið mjög vel fyrir sig og án aðstoðar, þó hefur bústjóri veitt nokkra burðarhjálp í eitt skipti og næstsíðasti kálfurinn kom aftur á bak og þurfti aðstoð dýralæknis til að koma honum í heiminn. Sá var einnig þeirra þyngstur, 48 kg, sá léttasti var 29 kg (annar tvíkelfingurinn).
 
Tveir feður og fjórir móðurfeður
 
Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru allir kálfarnir, utan einn, undan nautinu 74039 Li‘s Great Tigre, eitt naut er undan 74033 First Boyd fra Li, Draumur 0009. Móðurfeðurnir eru fjórir. Þar sem Draumur er óskyldur öllum kvíguhópnum, opnar það fyrir möguleika á að búa til fósturvísa á stöðinni og dreifa þeim til bænda á næstu misserum. Þá er gert ráð fyrir að tekið verði sæði úr nautunum, því dreift með hefðbundnum hætti og þau síðan seld til bænda. Fyrirkomulag sölunnar hefur ekki verið ákveðið en í Noregi eru kynbótanautin seld bændum á uppboði. Allt byggir þetta á því að gripirnir standist þær heilbrigðiskröfur sem gerðar eru. 
 
 
Stefnt er að því að halda kvígunum eftir og nýta þær til að byggja upp hreinræktaða Angus hjörð á stöðinni. Í fyllingu tímans verði þær sæddar með innfluttu sæði úr reyndum úrvalsnautum, sem er margfalt ódýrara en að flytja inn fósturvísa; sæðisskammtur kostar 4–5.000 kr en fósturvísir 160.000 kr.   
 
Sett upp í 38 kýr á næstu dögum
 
Fósturvísar undan nautinu 74029 Horgen Erie misfórust allir í síðustu uppsetningu, en gerð verður önnur tilraun með hann í haust en í ágúst sl. komu 12 nýir fósturvísar undan honum hingað til lands. Þá komu einnig 13 fósturvísar undan 74043 Hovin Hauk, sem er nýr. Í sendingunni voru einnig 13 fósturvísar undan 74029 Li‘s Great Tigre sem teknir voru í fyrra en ein kvígan sem skoluð var þá og hann var notaður á, 1614 Lara av Høystad, gaf 20 nothæfa fósturvísa, 9 voru fluttir hingað í fyrra og skiluðu þeir fimm lifandi fæddum kálfum. Keyptar hafa verið 38 kýr og verða fósturvísar settir upp í fyrri hluta hópsins á allra næstu dögum og síðari hlutann um næstu mánaðamót. Gangi allt að óskum, koma 15-20 kálfar í heiminn í stöðinni næsta sumar.
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...