Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004.
Mynd / Sveinn Sigurmundsson
Fréttir 20. september 2018

Tólf Angus kálfar fæddir á Stóra-Ármóti í einangrunarstöð NautÍs

Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson
Nú eru allar ellefu kýrnar bornar sem Angus fósturvísar frá Noregi voru settir upp í undir lok síðasta árs. Ein kýrin var tvíkelfd og hafa þær því skilað tólf lifandi kálfum; sjö kvígum og fimm nautum. Burðirnir hafa almennt gengið mjög vel fyrir sig og án aðstoðar, þó hefur bústjóri veitt nokkra burðarhjálp í eitt skipti og næstsíðasti kálfurinn kom aftur á bak og þurfti aðstoð dýralæknis til að koma honum í heiminn. Sá var einnig þeirra þyngstur, 48 kg, sá léttasti var 29 kg (annar tvíkelfingurinn).
 
Tveir feður og fjórir móðurfeður
 
Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru allir kálfarnir, utan einn, undan nautinu 74039 Li‘s Great Tigre, eitt naut er undan 74033 First Boyd fra Li, Draumur 0009. Móðurfeðurnir eru fjórir. Þar sem Draumur er óskyldur öllum kvíguhópnum, opnar það fyrir möguleika á að búa til fósturvísa á stöðinni og dreifa þeim til bænda á næstu misserum. Þá er gert ráð fyrir að tekið verði sæði úr nautunum, því dreift með hefðbundnum hætti og þau síðan seld til bænda. Fyrirkomulag sölunnar hefur ekki verið ákveðið en í Noregi eru kynbótanautin seld bændum á uppboði. Allt byggir þetta á því að gripirnir standist þær heilbrigðiskröfur sem gerðar eru. 
 
 
Stefnt er að því að halda kvígunum eftir og nýta þær til að byggja upp hreinræktaða Angus hjörð á stöðinni. Í fyllingu tímans verði þær sæddar með innfluttu sæði úr reyndum úrvalsnautum, sem er margfalt ódýrara en að flytja inn fósturvísa; sæðisskammtur kostar 4–5.000 kr en fósturvísir 160.000 kr.   
 
Sett upp í 38 kýr á næstu dögum
 
Fósturvísar undan nautinu 74029 Horgen Erie misfórust allir í síðustu uppsetningu, en gerð verður önnur tilraun með hann í haust en í ágúst sl. komu 12 nýir fósturvísar undan honum hingað til lands. Þá komu einnig 13 fósturvísar undan 74043 Hovin Hauk, sem er nýr. Í sendingunni voru einnig 13 fósturvísar undan 74029 Li‘s Great Tigre sem teknir voru í fyrra en ein kvígan sem skoluð var þá og hann var notaður á, 1614 Lara av Høystad, gaf 20 nothæfa fósturvísa, 9 voru fluttir hingað í fyrra og skiluðu þeir fimm lifandi fæddum kálfum. Keyptar hafa verið 38 kýr og verða fósturvísar settir upp í fyrri hluta hópsins á allra næstu dögum og síðari hlutann um næstu mánaðamót. Gangi allt að óskum, koma 15-20 kálfar í heiminn í stöðinni næsta sumar.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...