Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að endurvinna allt plast hjá sér
Mynd / MHH
Fréttir 24. febrúar 2020

Tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að endurvinna allt plast hjá sér

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var undirritaður stór samningur hjá fyrirtækinu Pure North Recycling í Hveragerði við tíu stór fyrirtæki sem skuldbinda sig til þess að koma öllu því plasti sem fellur til hjá fyrirtækinu í endurvinnslu hjá Pure North. 
 
Með því er tryggt að flokkun verði betri, plast verði aftur plast og sú kolefnislosun sem sparast, vegna umhverfisvænna vinnsluaðferða Pure North, fara inn í kolefnisbókhald fyrirtækjanna. Fyrirtækin sem um ræðir eru Bláa Lónið, BM Vallá, Brim, CCEP, Eimskip, Krónan, Lýsi, Marel, Mjólkursamsalan og Össur.„Þetta eru allt ótrúlega öflug fyrirtæki og virkilega mikilvægt og ánægjulegt að atvinnulífið sé að taka þátt í svo mikilvægu verkefni þar sem sjálfbærni og hringrásarhagkerfið er í aðalhlutverki,“ segir Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling.
 
MS er eitt af þeim fyrirtækjum sem skrifaði undir samninginn um Þjóðþrif. Hér er Ari Edwald forstjóri með sínu fólki þegar undirritunin fór fram. Allar umbúðir frá MS verða framvegis endurunnar í Hveragerði.
 
Hvers konar endurvinnsla?
 
Sigurður Grétar Halldórsson, fram­kvæmdastjóri Pure North Re­cycling, sem er með tíu starfs­menn í vinnu.
Það eru kannski ekki margir sem vita hvers konar fyrirtæki Pure North Recycling er. En til upplýsingar þá er fyrirtækið eina endurvinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Jarðvarminn í Hveragerði, ásamt umhverfisvænum orkugjöfum, er í aðalhlutverki. „Vinnsluaðferðin er einstök á heimsvísu hjá okkur og byggir á íslensku hugviti. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa gefur okkur forskot, bæði rekstrarlega og gagnvart umhverfinu. Við fengum óháðan aðila til að gera lífsferlisgreiningu á vinnsluaðferðum félagsins til samanburðar við endurvinnslu í Evrópu og Asíu. Niðurstaðan er einföld; Plastpallettur Pure North Recycling eru umhverfis­vænasta plast í heimi. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni, næstum tonn á móti tonni. Þetta er til viðbótar við það hversu miklu umhverfisvænna það er að endurvinna plast í stað þess að framleiða nýtt plast. En fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparast 1,8 tonn af olíu vegna þess hversu olíufrekt það er að framleiða nýtt plast,“ segir Sigurður Grétar. Hjá fyrirtækinu starfa 10 manns. 
 
Átakið var kynnt formlega föstudaginn 7. febrúar en þá komu forstjórar fyrirtækjanna tíu og undirrituðu samning um Þjóðþrif í verksmiðju Pure North Recycling, Sunnumörk 4 í Hveragerði. 
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...