Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur
Skoðun 31. ágúst 2017

Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, birti eftirfarandi á Facebook-síðu sinni vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi markaðsmál lambakjöts.

„Í fimm mánuði höfum við forsvarsmenn bænda verið í viðræðum við stjórnvöld um aðgerðir til að koma í veg fyrir uppnám á kjötmarkaði með tilheyrandi afkomubrest hjá íslenskum sauðfjárbændum. Þær viðræður hafa ekki enn skilað árangri. Ráðherra landbúnaðarmála hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum að ekki sé í boði að beita inngripum í markaðinn, hagsmunir neytenda séu ofar öllu.

Þessi mynd staðfestir allt sem við höfum varað við. Verslunarkeðja, í krafti stærðar sinnar krefur afurðastöðvar um verðlækkun, vitandi það að birgðir séu miklar. Afurðastöð með miklar birgðir og erfiðan rekstur lætur undan þrýstingi.

Það er næsta augljóst að aðrar verslanir munu fylgja í kjölfarið. Niðurstaðan verður verðfall á kjötmarkaði. Vissulega verður tímabundin veisla fyrir okkar ágætu neytendur en reikningurinn fyrir þessum afsláttum verður sendur beint á bændur. Afleiðingin verður áframhaldandi verðlækkun til bænda með tilheyrandi gjaldþrotum og byggðaröskun.

Nettó hefur hér kosið að nota lambalæri sem selt er undir kostnaðarverði sem lokkunarvöru inn í verslanir sínar. Það er að bjóða viðurkennda gæðavöru á óeðlilega lágu verði til að lokka fólk inn í búðirnar vitandi það að flestir grípa með sér ýmsar aðrar nauðsynjar í leiðinni.

Til fróðleiks er áhugavert að rifja upp verðfall sem var á mjólk hjá frændum okkar í Skandinavíu fyrir fáum árum. Sú verðlækkun leiddi til mikill rekstarerfiðleika hjá kúabændum. Norska verslanakeðjan REMA 1000 tók þá stöðu með bændunum og bauð viðskiptavinum upp á að velja mjólk á hærra verði, en tryggði að þeir fjármunir skiluðu sér beint til bænda.

Smásöluverslun á Íslandi ætti að íhuga það að taka stöðu með bændum við þessar erfiðu aðstæður. Í heiðarlegum viðskiptum þurfa einfaldlega allir í virðiskeðjunni að fá sanngjarnan hlut.“
 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...