Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Mynd / Cécile Zahorka
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af þeim eru einungis 25 frjóar hryssur.

Félagið Felagið Føroysk ross hefur unnið hörðum höndum að því að bjarga færeyska hrossakyninu og nýjasta hugmyndin er sú að flytja inn íslenskar hryssur, nota þær sem staðgöngumæður, og flytja þær síðan aftur úr landi.

Eitt af helstu baráttumálum félagsins undanfarin ár hefur verið að breyta löggjöf í Færeyjum. Eins og staðan er í dag er útflutningur á færeyska hestinum bannaður en leyfi til útflutnings er eitt af því sem talið er nauðsynlegt til að tryggja afkomu hestakynsins. Árið 2021 var Magnusi Rasmussen, þáverandi umhverfisráðherra Færeyja, afhent áskorun, undirrituð af 1.200 manns, um að breyta lögunum en það bar engan árangur. Bundnar eru vonir við að nýr umhverfisráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, bregðist við ákalli félagsins um breytingu á lögunum.

Nýlega fékk félagið styrk, frá ónefndum velunnara, upp á 1,5 milljónir danskra króna sem er jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hyggst félagið nota styrkinn í ræktunarverkefni sem fellst í að flytja 10 íslenskar hryssur frá Danmörku til Færeyja. Fósturvísar verða síðan teknir úr 10 færeyskum hryssum og fluttar yfir í þær íslensku sem verða síðan aftur fluttar til Danmerkur. Þá munu færeysku folöldin sem fæðast í Danmörku fá vegabréf og má því flytja þau á milli landa. Vonast er til að þetta framtak efli ræktun á færeyska hrossakyninu og fjöldi færeyskra hrossa muni aukast jafnt og þétt.

Skylt efni: færeyski hesturinn

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...