Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Fréttir 28. september 2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að innlyksa fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gríðarlegar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga og samkvæmt veðurspá mun rigna áfram næstu daga. Búið er að koma um hundrað kindum í skjól og mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir svæðið í dag og leita eftir innlyksa fé.

„Við höfum leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að leita að fé sem er innlyksa vegna rigningarinnar og þyrlan mun fljúga yfir í dag og leita eftir því,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við Bændablaðið fyrir stuttu.

 

Hólmsá rauf varnargarða
Gríðarleg rigning hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi undanfarna daga og er spáð áframhaldandi rigningu næstu daga. Friðrik segir að vegna rigninganna hafi mikið vatn safnast fyrir. „Hólmsá rauf varnargarða í gær og vegna þess rauf vegagerðin veginn á þremur stöðum, rétt austan Hólmsár og við bæina Hólm og Árbæ á Mýrum, til að létta á vatnsflaumnum ofan við veginn til að bjarga honum og minnka tjónið.“

Þegar Bændablaðið náði tali af Friðriki í morgun var enn rok og rigning á Mýrunum. „Ég held þetta hljóti að vera vatnið sem týndist í fellibylnum í Bandaríkjunum og að það hafi hreinlega fokið hingað.“ Friðrik segir að spáð sé nokkurra klukkutíma uppstyttu í dag en að svo eigi að byrja að rigna aftur í nokkra daga.

Búið að bjarga um hundrað fjár
Björgunarsveitarmenn eru búnir að vinna sleitulaust við að bjarga fé sem hefur lokast af vegna rigninganna. „Við erum búnir að sækja hátt í hundrað fjár og koma því í skjól en vitum að það er eitthvað af fé enn úti en satt best að segja vitum ekki hversu margt það er né hvar það er. Það er ástæðan fyrir því að við óskuðum við eftir aðstoð Gæslunnar til að yfirfljúga svæðið og leita að því.“

Friðrik segist ekki vita til að matjurta- eða kartöflugarðar hafi orðið fyrir tjóni en að mikið af ræktuðu landi, aðallega tún, standi á kaf í vatni. „Líklega hefur mikið af girðingum slitnað og svo gaf nýja göngubrúin yfir Hólmsá uppi við jökul sig í vatnavöxtunum en ekki er vitað um annað tjón á brúm, vélum eða húsum enn sem komið er.“

Í morgun voru fimm björgunarsveitarmenn að störfum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar vegna rigninganna en þegar mest var voru þeir tuttugu.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...