Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Naut númer 2369 í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi var þyngst allra ungneyta sem felld voru á árinu 2020, eða 515,7 kg.
Naut númer 2369 í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi var þyngst allra ungneyta sem felld voru á árinu 2020, eða 515,7 kg.
Fréttir 28. janúar 2021

Þyngsta ungneytið 2020 var Angus/Limousine blendingur frá Gunnbjarnarholti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þyngsta ungneytið, sem slátrað var á árinu 2020, var naut nr. 2369 í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi. Sá gripur var holdagripur, 62,5% Angus og 25% Limousine, undan Anga 95400 og vó 515,7 kg er honum var slátrað við 28,8 mánaða aldur.

Þetta kemur fram í  skýrsluhaldi nautakjötsframleiðslunnar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) fyrir árið 2020 sem birt er í Bændablaðinu í dag. Skýrsluhaldið nær til 112 búa, en holdakýr af erlendu kyni voru á 79 þessara búa. Milli ára fjölgar búunum í skýrsluhaldinu um fimm, en búum þar sem er að finna holdakýr af erlendu kyni fjölgar um sex. Ungneyti, eins og rætt er um í skýrslunni, eru gripir sem fargað er við 12–30 mánaða aldur.

Fimm ungneyti yfir 450 kg, þar af eitt alíslenskt

Þyngsta nautið fór í UN U4- flokk. Fimm ungneyti náðu yfir 450 kg fallþunga á árinu 2020 en þau voru frá þremur búum, Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi, Breiðabóli á Svalbarðsströnd og Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Athygli vekur að gripur númer 1244 á þessum lista kom frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd og var alíslenskur, sonur Tanks 15067. Þetta bú er þekkt fyrir gott eldi gripa og afkvæmi Tanks virðast búa yfir mikilli vaxtargetu.

Kúm fjölgaði um 480

Kýr á þessum búum voru við uppgjör ársins 2.851 talsins, sem er fjölgun um 480 frá árinu áður. Meðalfjöldi kúa á búi var 25,5 samanborið við 22,2 árið áður og reiknast þessar kýr yfir í 21,7 árskýr á bú en voru 18,1 árið 2019. 

Alls voru skráðir 2.380 burðir á þessum búum á árinu 2019, sem jafngildir 0,83 burðum/kú. Þetta er fjölgun um 436 burði og aukning um 0,1 burð á kú milli ára.

48 tonna aukning á kjötframleiðslu milli ára

Heildarframleiðsla ársins á þessum 112 búum nam um 608 tonnum, sem er aukning um 48 tonn milli ára. Þetta þýðir að þar eru framleidd nálægt 18% alls nautgripakjöts á landinu. Meðalframleiðsla á bú var 5.432 kg en heildarfjöldi slátraðra gripa var 2.395. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 5.237 kg og 2.278 gripir.

Meðalfallþungi 211,5 kg

Meðalfallþungi kúa frá þessum búum var 211,5 kg, en hann reyndist 205,9 kg árið áður og meðalþungi ungneyta var 262,0 kg en þau vógu til jafnaðar 252,6 kg 2019. Til jafnaðar var þeim fargað 734,8 daga gömlum, eða 4,8 dögum yngri að meðaltali en á árinu 2019. Það jafngildir vexti upp á 342,0 g/dag, reiknuðum út frá fallþunga, en sambærileg tala frá fyrra ári var 325,8 g/dag. Til samanburðar var slátrað 9.051 ungneyti á landinu öllu sem vógu 250,3 kg að meðaltali við 745,3 daga aldur. Til samanburðar var á árinu 2019 slátrað 9.721 ungneyti sem vógu að meðaltali 243,8 kg við 744,3 daga aldur. Þessi sérhæfðu bú sem yfirlitið nær til ná því gripunum heldur þyngri við lægri aldur að jafnaði. Í heildina voru ungneytin þyngri en árið áður, enda alin að meðaltali aðeins lengur. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...