Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 13. október 2016

Þvert um geð að rýra tekjur annarra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Eiður Gunnlaugsson, formað- ur stjórnar Kjarnafæðis, segir það hafa verið óskemmtilega ákvörðun að lækka verð til bænda nú í yfirstandandi sláturtíð. Hún hefði hins vegar verið óhjákvæmileg. Kjarnafæði á og rekur SAH Afurðir á Blönduósi og á að auki hlut í sláturhúsinu á Vopnafirði. Eiður mætti á fund félaga sauðfjárbænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem haldinn var á Hrafnagili nýverið.

Benti Eiður á að félagið hefði eflaust ekki fengið afurðalán nema vegna þess að gripið var til þess ráðs að lækka verð á afurðum til bænda nú í haust. „Ef þið væruð ekki til, værum við það ekki heldur. Okkur er það þvert um geð að rýra tekjur annarra,“ sagði Eiður á fundinum.

Hann gat þess jafnframt að Kjarnafæði væri í einkaeigu og það væri fyrst og fremst matvælaframleiðandi sem hefði í sjálfu sér ekki endilega áhuga fyrir því að hafa rekstur sláturhúsa á sinni könnu. Menn gætu velt fyrir sér af hverju félagið hefði gert tilboð í Norðlenska í fyrravor. „Það var kannski okkar framlag í þá átt að fækka sláturhúsum í landinu,“ sagði hann.

Skylda okkar að grípa inn í

Kjarnafæði hefur átt hlut í sláturhúsinu á Blönduósi í yfir 30 ár. Leitað var til félagsins þegar svo var komið að verulega hafði sigið á ógæfuhliðina. Greindi Eiður frá því að Kjarnafæðismenn hefðu í fyrstu ráðlagt Húnvetningum að leita til nágranna sinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, KS eða jafnvel til SS. Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal heimamanna á þeim tíma. „Við vorum beðnir um að grípa inn í og við gerðum það, fannst það skylda okkar vegna mikilla og góðra tengsla frá fyrri tíð,“ sagði Eiður.

Kvað hann útlitið bjartara nú en var í fyrra, svo framarlega sem menn missa verð ekki meira niður en orðið er. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...