Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi.
Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2017

Þungur rekstur, íbúum fækkar og atvinnuástand ótryggt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lagt er til í nýlegri skýrslu frá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sam­eining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð. Skýrslan var unnin að beiðni sveitarfélagsins. Skýrsluhöfundar eru Hjalti Jóhannesson  landfræðingur og Arnar Þór Jóhannesson stjórnmálafræðingur. Skýrslan ber heitið Breiðdalshreppur – Samfélags­greining og sam­einingar­kostir. 
 
Rekstur Breiðdalshrepps hefur verið þungur undanfarin ár, íbúum hefur fækkað verulega í kjölfar samdráttar í útgerð og atvinnuástand er ótryggt. Í upphafi þessa árs bjuggu 182 íbúar á Breiðdalsvík. Flestir voru íbúar sveitarfélagsins árið 1980 eða 372 talsins. Reynt hefur verið að sporna við frekari fækkun m.a. með því að úthluta byggðakvóta. Einnig fengu Breiðdælingar aðild að verkefninu Brothættar byggðir, sem er verkefni á vegum Byggðastofnunar til stuðnings samfélögum í varnarbaráttu.
 
Afkoma sveitarsjóðs hefur batnað
 
Afkoma sveitarsjóðs hefur að því er fram kemur í skýrslunni farið batnandi með miklu aðhaldi í rekstri og auknum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en hlutfall skulda af tekjum sveitarfélagsins hefur lækkað úr 199% á árinu 2014 í 141% í árslok 2016. Samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga skal skuldahlutfallið ekki vera hærra en 150%.
 
Niðurstaða skýrslunnar er engu að síður sú, að með hliðsjón af verkefnum sveitarstjórnarstigsins fái Breiðdalshreppur ekki staðið undir rekstri sínum í núverandi mynd. Lýðfræðilegir þættir eins og hækkandi meðalaldur mæli einnig með sameiningu við annað sveitarfélag.
 
Samrekstur skóla skynsamleg ráðstöfun
 
Af þeim tveimur augljósu kostum sem Breiðdalshreppur á í stöðunni, að sameinast annaðhvort Fjarðabyggð eða Fljótsdalshéraði, telja skýrsluhöfundar að land­fræðileg rök geri Fjarðabyggð að fýsilegri kostinum. Breiðdalsheiði sé verulegur farartálmi á vetrum, sem dragi m.a. úr möguleikum á hagræðingu í skólamálum, en samrekstur skólanna á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði er talin skynsamleg ráðstöfun fyrir báða skóla, bæði fjárhagslega og faglega. Jafnframt er tekið fram, að gert sé ráð fyrir skólahaldi í báðum skólum eftir sem áður.
 
Lítil og óhagstæð rekstrareining
 
Breiðdalshreppur er lítil og óhagstæð rekstrareining sem leiðir af sér brothætta stjórnsýslu, segir í skýrslunni. Sveitarfélögum hefur fækkað hér á landi undanfarna áratugi og verkefni þeirri hafa aukist, sem kallar á meiri stjórnsýslu og umsvif en áður með tilheyrandi kostnaði. Breiðdalshreppur hefur ekki farið varhluta af þessari þróun, íbúum hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum. Samsetning íbúa er með þeim hætti að hlutfallslega fleiri karlar eru þar búsettir en konur og meira er af eldra fólki en ungu.
 
Vægi undirstöðu­atvinnu­grein­anna, landbúnaðar og sjávarútvegs hefur minnkað hin síðari ár, en ferðaþjónusta aukist. Ágætis gróska er í sveitarfélaginu og nýsköpun. Störfum við ferðaþjónustu hafi fjölgað og hafi að hluta til náð að vega upp á móti fækkun starfa í landbúnaði og sjávarútvegi. Atvinnulíf standi engu að síður óstyrkum fótum.
 
Viðræður um sameiningu rökrétt næsta skref
 
Benda skýrsluhöfundar á að erfitt gæti orðið að fá íbúa til að gefa kost á sér í sveitarstjórn og nefndir hreppsins til framtíðar litið. Merkjandi sé minni pólitísk þátttaka en áður var, kjörsókn hefur dregist saman.  Eins er nefnt í skýrslunni að ýmsir innviðir í Breiðdalshreppi þarfnist viðhalds og endurbóta, svo sem götur, fráveita, skóli og þær leiguíbúðir sem hreppurinn á.
 
Viðræður um sameiningu sveitarfélaga séu því rökrétt næsta skref. Af landfræðilegum ástæðum sé sameining við Fjarðabyggð besti kosturinn með samlegð í huga. Þó er sameining við Fljótsdalshérað ekki útilokuð en bent á að Breiðdalsheiði sé verulegur farartálmi yfir vetrarmánuði. Í slíkum tilvikum lægi leiðin á milli byggðakjarnanna um annað sveitarfélag. 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...