Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 12. apríl 2019

Þungt hljóð í sauðfjárbændum vegna orða landgræðslustjóra um landnýtingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á dögunum var haldin fag­ráðstefna skógræktar 2019. Þar voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi. Meðal annars flutti Árni Bragason landgræðslustjóri erindi um aðgerðir í loftslagmálum – áherslur landgræðslunnar. Samantekt á erindi Árna birtist á heimasíðu Skógræktarinnar auk þess sem útdráttur er birtur í ráðstefnuriti. Landgræðslustjóri fer víða í erindi sínu og fjallar m.a. um hlýnun jarðar, nýtt skipurit Landgræðslunnar og um ný landgræðslulög. Ummæli Árna um stöðu nokkurra afréttarsvæða á landinu vöktu nokkra athygli enda kallar landgræðslustjóri eftir pólitískum vilja til að loka þessum beitilöndum með tilheyrandi forsendubrest fyrir sauðfjárbúskap á svæðinu.
 
Sauðfjárbændur á þessum svæðum og víðar um land hafa átt í miklu og góðu samstarfi við Landgræðsluna. Ber þar hæst verkefnið Bændur græða landið, sem hefur skilað miklum árangri og kannski ekki síður stuðlað að góðu og öflugu samtali milli bænda og Landgræðslunnar. Þá er verkefnið Grólind framtíðarverkfæri til að fylgjast með ástandi lands.  Bændur bera miklar vonir til þess verkefnis enda hefur vinna við það gengið vel.
 
Á kynningarfundi Grólindar sem haldinn var í Brautarholti á Skeiðum mætti landgræðslustjóri til að skýra mál sitt fyrir bændum. Það var þungt hljóð í fundarmönnum og mikill hiti í umræðum.
 
Ummælin hitta bændur illa fyrir
 
„Ég hef fengið fjölmörg símtöl frá bændum eftir að þessi ummæli féllu í síðustu viku. Ummælin hitta bændur illa fyrir,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
„Ég tel mikilvægt að land­græðslu­stjóri fái ráðrúm til að skýra betur ummæli sín. Við verðum að byggja samtalið milli landgræðslu og bænda á trausti. Bændum þykir að landgræðslan sé búin að gefa sér fyrirfram niðurstöður á ástandsmati þeirra afrétta sem tilteknir voru í erindi landgræðslustjóra og spyrja sig því einfaldlega hvers vegna  verið sé að vinna að Grólindarverkefninu ef niðurstaðan er komin fram.“
 
Afkoman byggir á sjálfbærri landnýtingu
 
„Afkoma sauðfjárbænda byggir á því að landnýting sé sjálfbær.  Þess vegna skiptir okkur miklu máli að Grólindarverkefnið verði öflugt verkfæri sem skilar okkur upplýsingum um ástand lands og framvindu þess. Afurð Grólindar eru gögn sem nýtast bændum beint til að bæta landnýtingu og ekki síður til að stunda markvissar landbætur. Það er ljóst að reynsla og fagþekking innan Landgræðslunnar er algjör forsenda fyrir þessu verkefni og við ætlumst til mikils af samstarfi við Landgræðsluna á þessu sviði. Enda viljum við vinna með öllum sem koma fram við okkur á sanngjarnan og málefnalegan hátt,“ segir Unnsteinn. 
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...