Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þróunarverkefni búgreina styrkt
Mynd / ál
Fréttir 27. febrúar 2025

Þróunarverkefni búgreina styrkt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis í fjórum búgreinum árið 2024.

Af verkefnunum eru 23 í sauðfjárrækt, sextán í nautgriparækt, níu í garðyrkju og þrjú í hrossarækt. Á síðasta ári var þróunarfé í fyrsta sinn úthlutað til hrossaræktar.

Verkefni í garðyrkjunni fengu samtals rúmlega 58,5 milljónir. Þar má nefna Bændasamtök Íslands sem fengu tæpar 27,3 milljónir til að standa straum af kostnaði við að fá erlenda garðyrkjuráðunauta til landsins. Sölufélag garðyrkjumanna fékk 13,5 milljónir vegna tilraunar við ræktun papriku allt árið. Skálpur ehf. í Stóru-Sandvík fékk tæpa 4,1 milljón til þróunar á ræktun á íslensku gulrófnafræi.

Verkefni innan nautgriparæktar fengu samtals rúmar 47,5 milljónir. Stærsti einstaki styrkurinn í þeirri búgrein var 7,7 milljónir og fór til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum vegna rannsóknar á stofnbreytileika kórónuveira í nautgripum á Íslandi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) fékk tvo aðskilda styrki vegna bændahópa, einn upp á 5,5 milljónir og annan upp á fjórar milljónir. RML fékk jafnframt tvo fimm milljón króna styrki, en annar þeirra er vegna rekstrargreiningar kúabúa og hinn á að styðja við gagnaöflun til eflingar ræktunarstarfs holdagripa.

Til sauðfjárræktar var veitt rúmum 58,2 milljónum króna. Þar var stærsti einstaki styrkurinn upp á rúmar sex milljónir króna sem RML fékk út af verkefni sem heitir: Framtíð DNAð-greininga í sauðfé – grunnur að erfðamengjaúrvali. Landbúnaðarháskóli Íslands fékk rúmar 5,5 milljónir vegna tæknilegs undirbúnings út af nýju rannsóknarátaki í fóðrun sauðfjár. Báðar hrútastöðvar landsins fengu 4,8 milljónir hvor vegna kaupa á hrútum með verndandi arfgerðir gegn riðu.

Átta milljónir fóru til verkefna innan hrossaræktar. Háskólinn á Hólum fékk fjórar milljónir til að kanna áhrif hreyfingar og umhverfis á atgervi unghrossa. Á sama stað fóru jafnframt tvær milljónir út af verkefni sem ber titilinn: Fræðslugátt og efling rannsókna tengdum íslenska hestinum. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði fékk tvær milljónir til þess að þróa meðferð gegn sumarexemi í hestum. Heildarlista yfir úthlutanir þróunarverkefna má sjá í fréttatilkynningu á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.