Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þróa tækniþekkingu úr sjávarútvegi til að auðvelda sér störfin
Fréttir 15. maí 2015

Þróa tækniþekkingu úr sjávarútvegi til að auðvelda sér störfin

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hjónin og bændurnir Ágúst G. Pétursson og Björk Baldursdóttir í Hjarðarholti í Dölum eru heldur betur að tölvuvæða sauðfjárbúskapinn.

Nú er búið að netvæða fjárhúsin á staðnum þar sem þau geta nú fært beint inn í tölvu allar upplýsingar um féð  í nýja skýrsluhaldskerfið Fjárvís og sparað sér þannig mikla vinnu. Þá er líka unnið að enn frekari tæknivæðingu á bænum.

Eins og víðar hjá sauðfjár­bændum þá voru gjarnan teknar niður upplýsingar á blað í fjárhúsunum og síðan var allt fært aftur inn í tölvu þegar heim í bæ var komið. Þessari vinnu fylgdi því í raun tvíverknaður og mikil vinna.

Vorum að eyða allt of miklum tíma í skriffinnsku

„Okkur fannst við eyða allt of mörgum dögum í skriffinnsku og vesen í kringum þetta. Við fórum í það verkefni í fyrrahaust að tölvuvæða fjárhúsin. Við settum okkur í samband við Guðmund hjá Talneti á Akranesi sem kom með „router“ (netbeini) fyrir 3G kerfið til að ná sambandi við tölvukerfið á bænum. Sá router virkaði ekki og núna á dögunum kom hann með nýjan router sem bæði er gerður fyrir 3G og 4G. Síðan setti hann upp útiloftnet og eftir það fór þetta allt að virka og nú erum við orðin tölvutengd í fjárhúsunum. Þá fengum við sendi yfir í hesthúsið til að hafa tölvuaðgengi þar líka.

Nú er yfirstandandi sauðburður og við skráum allt beint inn í Fjárvís um leið og við erum búin að merkja. Þetta hefur gengið mjög vel.

Með yfir 700 fjár

Við vorum með vel yfir 700 fjár á fóðrum í vetur. Nú eru um 300 búnar að bera. Þetta hefur gengið vel en það er bara kalt og frost flestar nætur. Við höfum því ekkert sett út, enda höfum við nóg pláss.“

Sparar sér viku í innsláttarvinnu

Ágúst segist telja að með þessari tölvuvæðingu í fjárhúsunum sé hann að spara sér vikuvinnu í innslátt og umstang við skráninguna heima á bæ á ári.

„Ég er svo sem ekki vanur tölvum og lengi að vinna á þessi tæki svo vinnusparnaðurinn er kannski enn meiri en ella. Þá tel ég að með því að slá upplýsingarnar beint inn í tölvuna í fjárhúsunum, þá verði minna um mistök.

Vissulega kostar þetta einhvern pening, en það gerir tíminn líka. Ég er örugglega ekki að ofmeta það að þetta spari um vikuvinnu og ég held því að bændur ættu ekki að hika við að gera þetta. Það þarf þó að hjálpa bændum að koma upp þessum tæknibúnaði, en við erum ekkert vanir svona tölvudóti,“ segir Ágúst. 

Aukin tæknivæðing sótt í sjávarútveginn

Hjarðarholtsbændur láta ekki staðar numið við að tölvuvæða skráningarkerfið í fjárhúsunum því nú er í hönnunarferli flokkunarkerfi til að flokka fé sem kemur af fjalli á haustin. Til liðs við þau hefur Ágúst fengið Baldur bróður sinn sem er starfsmaður hjá Marel. Þannig má segja að það sé verið að innleiða tækniþekkingu úr sjávarútvegi inn í sauðfjárræktina, en báðir hafa þeir reynslu af sjómennsku en Björk Baldursdóttir er upprunnin í sveitinni og er frá Hjarðarholti.

Ágúst, sem á uppruna að rekja til Flateyrar og þekkir vel til sjómennsku og var aðstoðarverkstjóri í frystihúsi, segist oft hafa furðað sig á því hvað bændur væru seinir að tileinka sér tæknina. Vísar hann þar til sjávarútvegsins sem hafi við tilkomu tölvuvoganna áttað sig á því að hvert gramm í bættri nýtingu gæti skilað mjög stórum upphæðum þegar allt væri tekið saman. Sömu aðferðafræði væri hægt að beita í sauðfjárrækt og öðrum greinum landbúnaðarins. Hann segir nýja Fjárvís frábært kerfi en hefði líka viljað sjá þar hvað liggi margar krónur eftir hverja kind.

„Ég hefði viljað fá slíkt inn fyrir löngu. Þá sér maður verðmæti eftir hverja kind og þannig er það á skipunum og í fiskvinnslunni.“

Telur Ágúst að þegar menn sjá slíkar upplýsingar strax svart á hvítu þá verði það ósjálfrátt hvati til að finna leiðir til að gera hlutina betur. Það skili sér síðan í betri arðsemi. 

Handavinnu og sjónmati breytt í hátækniflokkun

Á haustin hafa bændur í gegnum tíðina þurft að reiða sig á sjónmat til að flokka fé til slátrunar og hvaða fé þyrfti að halda lengur á beit fyrir slátrun. Þessu hyggst Ágúst breyta og færa tæknina inn í þetta og tengja flokkunina sjálfvirkri skráningu inn í nýja Fjárvís-kerfið. Svipuð flokkunarkerfi eru þó ekki óþekkt í þessari grein erlendis og eitthvað hér á landi, en bróðir hans Baldur vinnur að því að  hanna flokkarann eftir eigin hugmyndum og aðlaga hann að þörfum búsins.

Keypt var tölvuvog fyrir tveim árum og hefur Baldur verið að þróa flokkara sem kindurnar fara í gegnum þegar þær koma af fjalli.

„Flokkarinn skiptir þeim síðan í þrjá þyngdarflokka og er það allt loftstýrt. Við erum núna að vinna að því að það sé hægt að tengja upplýsingarnar úr flokkaranum beint inn í Fjárvís samkvæmt númeri á hverri kind. Þannig get ég flokkað fé sem hægt er að senda beint í sláturhús, hvaða fé þarf að senda í kál til að þyngja það og annað.

Við reyndum þetta í fyrrahaust. Fyrst var erfitt að fá kindurnar til að fara inn í þetta, en þær vöndust því fljótt. Við vorum svo að afkasta um hundrað kindum í gegnum flokkarann á hálftíma. Það var helst að ég og hundurinn værum að klikka við að reka að og taka frá, en konan sá um að fylgjast með vigtinni.“

Með þessu telur Ágúst að unnt verði að stýra af mun meiri nákvæmni en gert hefur verið fóðrun fjárins fyrir slátrun, en í því geta legið umtalsverðir fjármunir.

Þetta er þvílíkur vinnusparnaður á haustin. Hér vorum við oft langt fram á kvöld að taka frá þau 400 lömb sem áttu að fara á bílinn í sláturhús,“ sagði Ágúst

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi