Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir stendur hjá Tíbrá, Kristbjörg Eyvindsdóttir heldur í Prýði og Gunnar Arnarson er með Vár.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir stendur hjá Tíbrá, Kristbjörg Eyvindsdóttir heldur í Prýði og Gunnar Arnarson er með Vár.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurnar, Tíbrá, Prýði og Vár, eru allar frá Auðsholtshjáleigu, ræktaðar af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.

Árið 2011 léku þau Gunnar og Kristbjörg sama leik, þ.e. áttu þrjár efstu heiðursverðlaunahryssur ársins, þær Gígju, Trú og Vordísi. Þær Tíbrá og Vár eru að feta í sömu fótspor mæðra sinna en Tíbrá er undan Trú og Vár er undan Vordísi.

Efsta hryssan í ár er Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu og hlýtur hún Glettubikarinn. Tíbrá er undan Gára og Trú frá Auðsholtshjáleigu en þau bæði hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á sínum tíma. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sem er með hæst dæmdu sex vetra stóðhestum ársins með 8,69 í aðaleinkunn. Önnur í röðinni er Prýði undan Kvist frá Skagaströnd og Perlu frá Ölvaldsstöðum. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Valdís frá Auðsholtshjáleigu en Valdís er eina hrossið sem hefur hlotið 10 fyrir höfuð og er hún með 8,60 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Vár er þriðja í röðinni en hún er undan Spuna frá Miðsitju og Vordísi frá Auðsholtshjáleigu. Viðar frá Skör, hæst dæmdi íslenski hesturinn með 9,04 í aðaleinkunn, er undan Vár og Hrannari frá Flugumýri II.

„Þetta er ótrúlega gaman, við vorum að vona að við næðum þeim áfanga aftur að eignast þrjár heiðursverðlaunahryssur á sama árinu, en að þær yrðu efstu hryssurnar var algjör bónus. Við reiknuðum ekki með því árið 2011 að ná þessu aftur,“ segir Kristbjörg. Hún segir samspil margra þátta þurfa að ganga upp til að ná árangri í hrossarækt.

„Það er erfitt að segja hvernig maður nær svona árangri, það þarf margt að hjálpast að. Það þarf að rækta góð hross, þau þurfa gott atlæti og uppeldi, fjöldi afkvæma þarf að vera nægur, góðir tamningamenn og knapar, það þarf einfaldlega allt að ganga upp og slatta af heppni.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...