Heiðursverðlaunahryssur á Íslandi 2025
Alþjóðlega kynbótamatið fyrir íslenska hestinn var reiknað í september að loknum kynbótasýningum og birt í WorldFeng. Því er orðið ljóst að tólf hryssur á Íslandi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í aðaleinkunn, eða aðaleinkunn án skeiðs í ky...









