Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga
Fréttir 16. júlí 2015

Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brynjar Skúlason, skógfræðingur notar athyglisverða aðferð til að flytja plöntur upp í fjall í Eyjafirði. Þar beitir hann gamalreyndu „flutningatæki“ sem nýtir einungis gras og vatn sem orkugjafa.

„Hesturinn heitir Skuggi og við eigum heima á bænum Hólsgerði í Eyjafirði og ræktum þar skóg á um 190 ha svæði sem er allt frekar bratt og skorið með mörgum lækjargiljum. Þarfasti þjónninn kemur því vel að notum hér í sveitinni og er algjörlega nauðsynlegur til að flytja plöntur upp í fjall þar sem erfitt er að koma við öðrum flutningstækjum,“ segir Brynjar Skúlason skógfræðingur.

Brynjar tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki neitt frumkvöðlastarf hjá sér því þessari aðferð hafi verið beitt á einhverjum bæjum á Fljótsdalshéraði.  „Tækin eru fengin að láni hjá Héraðsskógum, tekur alls tuttugu og fjóra 67 gata bakka, en ég lét 14 duga í hverri ferð upp í fjall sem er sama og kemst á pallinn á 6-hjólinu. Engar bilanir, bensín og vesen, bara þramma af stað og plönturnar settar nákvæmlega þar sem á að gróðursetja þær,“ segir Brynjar.

Hann segir að Haraldur Bjarnason á Eyvindará hafi átt hugmyndina að verkfærinu og ræddi hana við starfsmenn Héraðsskóga fyrir mörgum árum.  Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir (söðlasmiður) í Brekkugerði útbjuggu klakkinn og Sveinn Óðinn Ingimarsson sauð grindurnar sem festar eru á klakkinn og eru með festingum fyrir plöntubakkana.

Skylt efni: Hestar | Skógrækt

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...