Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga
Fréttir 16. júlí 2015

Þarfasti þjónninn notaður til plöntuflutninga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brynjar Skúlason, skógfræðingur notar athyglisverða aðferð til að flytja plöntur upp í fjall í Eyjafirði. Þar beitir hann gamalreyndu „flutningatæki“ sem nýtir einungis gras og vatn sem orkugjafa.

„Hesturinn heitir Skuggi og við eigum heima á bænum Hólsgerði í Eyjafirði og ræktum þar skóg á um 190 ha svæði sem er allt frekar bratt og skorið með mörgum lækjargiljum. Þarfasti þjónninn kemur því vel að notum hér í sveitinni og er algjörlega nauðsynlegur til að flytja plöntur upp í fjall þar sem erfitt er að koma við öðrum flutningstækjum,“ segir Brynjar Skúlason skógfræðingur.

Brynjar tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki neitt frumkvöðlastarf hjá sér því þessari aðferð hafi verið beitt á einhverjum bæjum á Fljótsdalshéraði.  „Tækin eru fengin að láni hjá Héraðsskógum, tekur alls tuttugu og fjóra 67 gata bakka, en ég lét 14 duga í hverri ferð upp í fjall sem er sama og kemst á pallinn á 6-hjólinu. Engar bilanir, bensín og vesen, bara þramma af stað og plönturnar settar nákvæmlega þar sem á að gróðursetja þær,“ segir Brynjar.

Hann segir að Haraldur Bjarnason á Eyvindará hafi átt hugmyndina að verkfærinu og ræddi hana við starfsmenn Héraðsskóga fyrir mörgum árum.  Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir (söðlasmiður) í Brekkugerði útbjuggu klakkinn og Sveinn Óðinn Ingimarsson sauð grindurnar sem festar eru á klakkinn og eru með festingum fyrir plöntubakkana.

Skylt efni: Hestar | Skógrækt

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...