Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Það er oft margt um manninn á Hömrum, Útilífsmiðstöð skáta á Akureyri, en aldrei hafa fleiri gist á svæðinu en í fyrra, tæplega 80 þúsund gistinætur skráðar árið 2021 þrátt fyrir að af og til hafi verið settar takmarkanir vegna heimsfaraldursins. Tvær nýjar flatir hafa verið gerðar norðan við Hamra og er vonast til að þær verði tilbúnar næsta sumar, enda hefur svæðinu við Þórunnarstræti verið lokað.
Það er oft margt um manninn á Hömrum, Útilífsmiðstöð skáta á Akureyri, en aldrei hafa fleiri gist á svæðinu en í fyrra, tæplega 80 þúsund gistinætur skráðar árið 2021 þrátt fyrir að af og til hafi verið settar takmarkanir vegna heimsfaraldursins. Tvær nýjar flatir hafa verið gerðar norðan við Hamra og er vonast til að þær verði tilbúnar næsta sumar, enda hefur svæðinu við Þórunnarstræti verið lokað.
Mynd / Ágúst Óli Ólafsson
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og ferðaríkt sumar í vændum,“ segir Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, og að bjartsýni ríki fyrir komandi sumar.

Tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið og hefur aðsókn aldrei verið meiri en það sem af er ári, sem dæmi voru gistinætur í nýliðnum aprílmánuði tæplega 1.000.

„Í raun eru  einungis örfáir dagar fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem ekki voru einhverjir gestir á svæðinu,“ segir hann.

Ásgeir segir að liðið ár hafi slegið met hvað aðsókn varðar. Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi verið í gildi af og til á síðastliðnu ári var slegið aðsóknarmet á tjaldsvæðum á Akureyri. Gistinætur á báðum svæðum, þ.e. við Hamra og á svæðinu við Þórunnarstræti inni í bænum, urðu á árinu 2021 samtals 79.500. Það er mikil aukning frá árinu þar á undan, eða sem nemur um 63% á milli áranna 2020 til 2021.

Íslendingar voru bróðurpartur þeirra sem nutu lífsins á tjaldsvæð­um Akureyrar, en í um 85% af heildar­fjölda gistinátta liðins árs voru Íslendingar á ferðinni. Útlendingar voru 15% gestanna.

„Af þessum tæplega 80 þús­und gistinóttum í fyrra voru um 15 þúsund á tjaldvæðinu við Þórunnar­stræti,“ segir Ásgeir.

Tvö ný svæði í notkun á Hömrum

Hann segir að nú á komandi sumri verði ekki opið við Þórunnarstrætið, forsvarsmenn Akureyrarbæjar ætli sér að taka það svæði undir aðra starfsemi.

„Í kjölfar þess að það tjaldsvæði dettur út hefur verið ráðist í að stækka svæðið á Hömrum til norðurs og við vonum að þau verði tilbúin til notkunar í sumar,“ segir Ásgeir.

Hann segir gleðilegt hversu mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu að Hömrum það sem af er ári og nánast upp á hvern dag nú fyrri hluta ársins hafi dvalið þar gestir. Nefnir hann sem dæmi að í mars voru um 500 gistinætur skráðar á Hömrum og í apríl  voru þær 967 talsins.

„Mest eru þetta erlendir ferða­menn á litlum húsbílum, þó einn og einn gestur komi með tjald, og Íslendingarnir eru aðeins farnir að viðra hjólhýsi sín,“ segir Ásgeir. 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Akureyri

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...