Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum
Fréttir 4. ágúst 2016

Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum

Um 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði. 
 
Erlendum ferðamönnum heldur því áfram að fjölga. Aukningin nemur 36,8% á milli ára í júní og frá áramótum nemur hún 35,8%. Nú hafa tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn komið frá áramótum, 183 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. 
 
Fjórar þjóðir áberandi
 
Í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu segir að rúmur helmingur ferðamanna í nýliðnum júní voru af fjórum þjóðernum. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir eða tæp 30% af heildarfjölda. Næstir komu Þjóðverjar (9,3%), þar á eftir fylgdu Bretar (8,7% og Kanadamenn (7,0%). 
 
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Svíum og Frökkum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru uppi aukninguna í júní að miklu leyti. Af þeim var hlutfallsleg fjölgun mest frá Kanada en ferðamannafjöldinn þaðan ríflega tvöfaldaðist í júní. 
 
Mikil fjölgun Bandaríkjamanna
 
Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum júní má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Mest áberandi er fjölgun Bandaríkjamanna, úr 9 rúmlega í 69 þúsund. Þá hefur Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgað úr um 17 þúsund í 40 þúsund á sama tíma. Fjöldi Breta hefur nærri þrefaldast. Heldur minni aukning hefur verið frá Norðurlöndunum en þó tæp 50%. 
 
Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar
 
Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010. Í júní síðastliðnum voru Norðurlandabúar um 10,5% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 24% ferðamanna árið 2010. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 17,2% af heild árið 2010 en var komin í 36,8% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 
 
Ferðir Íslendinga utan
 
Um 67 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum eða 19.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 40,4% fleiri brottfarir en í júní 2015. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst fleiri í einum mánuði frá því að talningar Ferðamálastofu hófust en fyrra met var 54.800 í júní árið 2007. Ekki er ólíklegt að Evrópumótið í knattspyrnu hafi hér talsverð áhrif en í því sambandi er vert að slá þann varnagla að hugsanlega er óvenju algengt að um fleiri en eina brottför sé að ræða hjá sömu einstaklingum. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...