Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæp 2% aukning greiðslumarks
Fréttir 8. nóvember 2022

Tæp 2% aukning greiðslumarks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur samþykkt að greiðslumark mjólkur á árinu 2023 verði 149 milljónir lítra.

Það nemur 1,7% aukningu frá yfirstandandi ári, eða 2,5 milljónum lítra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

„Hækkun greiðslumarksins er tilkomin vegna aukinnar sölu mjólkurafurða. Bændum verður heimilt að setja fyrrgreint magn á innanlandsmarkað á næsta ári og fá opinbert lágmarksverð fyrir sem nú nemur tæpum 117 krónum á lítra.

Til að kúabændur hafi svigrúm til að aðlagast, er ákvörðunin tekin og tilkynnt fyrr á framleiðsluárinu en alla jafna. Söluaukning mjólkurafurða er meiri en síðustu ár, t.a.m. var greiðslumarkið 144 milljónir lítra árið 2017, 145 milljónir árin 2018-2021 og er 146,5 milljónir lítra fyrir 2021,“ segir í tilkynningunni.

Reglugerð vegna greiðslumarksins mun taka gildi 1. janúar 2023.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.